05.03.2015 11:00-13:00

í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Haraldur Þór Egilsson, Guðbrandur Benediktsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Halldór Björn Runólfsson, Hilmar J. Malmquist og Ágústa Kristófersdóttir framkvst. Forföll: Anna Sigríður Kristjánsdóttir

Fundargerðir  138. og 139. funda undirritaðar.

Mál til kynningar

1.       Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.

2.       Umræða um stefnumótun safnaráðs. Samþykkt að stefnumótun safnaráðs skv. b. lið 7. gr. safnalaga snúist um að velja leiðir í átt að framtíðarsýn sem byggir á lagalegu hlutverki ráðsins auk þess að byggja á safnastefnum höfuðsafnanna hvers á sínu sviði. Útkoman verði stefnuskjal (mission statement) sem samsett er úr stefnu varðandi  innri þætti starfseminnar, þá þætti sem ráðið hefur beina stjórn á, og ytri þætti sem ráðið hefur ekki beina stjórn á en lögð er áhersla á í safnastefnum höfuðsafna.

3.       Staða skráningar í viðurkenndum söfnum kynnt. Greiningin verður birt í ársskýrslu safnaráðs.

4.       Staða Náttúruminjasafns Íslands. HJM svaraði spurningu  safnaráðs um  möguleika safnsins á að uppfylla skyldur sínar sem höfuðsafn á sviði náttúruminja samkvæmt safnalögum. HJM taldi safnið valda hlutverki sínu en þó ekki með þeim sóma sem ætti að einkenna það starf. Safnaráð samþykkti að senda fyrirspurn til mennta- og menningarmálaráðherra varðandi stöðu safnsins sem höfuðsafns og möguleika þess á að uppfylla lagalegar skyldur sínar.

5.       Gerð var munnlega grein fyrir niðurstöðum starfshóps um ábyrgðarsöfn og verða þær sendar mennta- og menningarmálaráðuneyti til skoðunar.

6.       Skoðanakönnun sem lögð verður fyrir forstöðumenn viðurkenndra safna að lokinni úthlutun úr safnasjóði kynnt.

Mál til ákvörðunar

1.       Tillaga til mennta- og menningarmálaráðherra um starfshóp um höfundarréttarmál samþykkt.

Önnur mál:

Næsti fundur safnaráðs verður 13. apríl.  Fleira ekki rætt og fundi slitið 13:00/ÁK