Fundargerð 105. fundar safnaráðs –

14. september 2011, kl. 12:15 – 14:15, fundarherbergi í turni Þjóðminjasafns

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Helgi Torfason, Halldór B. Runólfsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir, Rakel Halldórsdóttir. Gestur á fundinum: Þóra Björk Ólafsdóttir, mastersnemi í safnafræði við HÍ (í starfsþjálfun hjá safnaráði á tímabilinu).

 

1. Málefni til umræðu og ákvörðunar:

1.0.Fundargerð 104. fundar samþykkt og undirrituð.

1.1.  Skýrsla framkvæmdastjóra:  Samræmd safngestakönnun 2011. Farið var yfir stöðuna, könnunin var lögð fyrir í júlí, ágæt þátttaka meðal safna. Niðurstöður væntanlegar í haust. Tengiliðir safnaráðs á landsbyggðinni. Samþ. á 104. fundi að ath hvort menningarfulltrúar á landsbyggðinni gætu tekið þetta hlutverk að sér, efla þarf samtal milli menningarráðanna og safnaráðs. Menningarfulltrúar hafa tekið vel í málið. Umbeðnar upplýsingar frá Iðnaðarsafninu. Iðnaðarsafnið á Akureyri hefur skilað umbeðnum upplýsingum sem skilyrtu afgreiðslu rekstrarstyrks til safnsins.  Undirritun samnings við Tollstjóraembættið. MH og RH sóttu fund hjá tollstjóra þann 6. júlí 2013þar sem MH og tollstjóri undirrituðu samstarfssamning vegna eftirlits með út- og innflutningi menningarverðmæta. Nýr varamaður Sambands íslenskra sveitarfélaga í safnaráði. Nýr varamaður Sambands ísl. sveitarfélaga, Guðmundur  Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi ytra, hefur verið skipaður í safnaráð frá 30. júní 2011. Fyrirkomulag á skrifstofu safnaráðs. Ágústa Kristófersdóttir hættir í afleysingu í ágústlok og RH tekur þá við í fullu starfi. Samþykkt var að ÁK verður ennþá verkefnaráðin hjá safnaráði, mun hún sinna verkefni um höfundarréttarmál safna og samræmdri safngestakönnun. Íslenski safnadagurinn 2011 – útkoma. Auglýst var með samlesnum auglýsingum á Rúv og Bylgjunni, fréttatilkynningar sendar út og vefsíðan www.sofn.is (Opnast í nýjum vafraglugga) opnuð með upplýsingum um þátttakendur. Ágæt umfjöllun var um söfn. Steinasafn erlendis. Safnaráði bárust upplýsingar um að um steinasafn sem innihélt um 300 íslenska steina hefði verið flutt úr landi til Gimli í Manitoba í Kanada. Náttúrufræðistofnun Íslands veitti í samræmi við lög nr. 105/2001 leyfi til útflutnings safnsins. Bruun Rasmussen – útflutningur menningarverðmæta. Danska uppboðsfyrirtækið Bruun Rasmussen hélt, líkt og fyrir ári síðan, matsdag hér á landi þann 5. maí sl. Í kjölfarið óskaði fyrirtækið eftir því að safnaráð færi yfir gripi sem áætlað var að flytja úr landi. RH ásamt sérfræðingum frá Listasafni Íslands (Ólafur Ingi Jónsson), Þjóðminjasafni (Lilja Árnadóttir) og Þjóðarbókhlöðu (Örn Hrafnkelsson) athuguðu gripina. Ekki voru gerðar athugasemdir við útflutning gripa eða bóka/rita sem snéru að Þjóðminjasafni og Þjóðarbókhlöðu. Gerð var athugasemd við útflutning nokkurra listaverka og fyrirtækinu tjáð að sækja þyrfti um leyfi til útflutnings þeirra í samræmi við lög. Dreifimiði safnaráðs og samstarfsaðila vegna út- og innflutnings menningarverðmæta. Dreifimiðanum hefur verið dreift á eftirfarandi staði: Tollstöðvar um landið, Þjóðminjasafn Íslands, Upplýsingamiðstöð ferðamanna – Geysishúsi, Borgarbókasafnið, Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaði, Listasafn Íslands, Gallerí Fold, Gallerí i8, Morkinskinnu, Stúdíó Stafn, Minjasafnið á Akureyri, Byggðasafn Vestfjarða, Skógasafn, Upplýsingamiðstöð ferðamanna – Akureyri – Hofi, Vitann – móttökustöð fyrir skemmtiferðaskip á Akureyri. Ný safnalög – framvinda. Safnaráð og frkv.stj. áttu fund með menntanefnd Alþingis dagana 17. og 19. ágúst vegna laga um menningarminjar og safnalaga. Á fundinum útskýrði safnaráð athugasemdir sínar við lögin. Starfsþjálfun Þóru Bjarkar Ólafsdóttur. Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli safnafræði við HÍ og safnaráðs vegna starfsþjálfunar Þóru Bjarkar Ólafsdóttur og mun Þóra hefja starfsþjálfun með haustinu.

1.2. Tillaga að vettvangsferð safnaráðs 2011. Kynnt var tillaga að vettvangsferð safnaráðs  2011 á Suðurland vestra. Samþykkt var að stefna að vettvangsferðinni á næstunni.

1.3. Höfundarréttarmál safna – mögulegur heildarsamningur safna undir umsjón höfuðsafna. Farið var yfir málið. Næsta skref er að söfn sem að samningnum munu standa munu senda sameiginlegt erindi til mennta- og menningarmálaráðuneytis um fjárhagslegan stuðnings ráðuneytisins til lausnar málsins.

1.4. Vefsíða – þjónustuaðili og nýtt útlit: Þjónustu EC-hugbúnaðar hefur verið ábótavant. Leitað var eftir tilboði hjá öðrum aðila. Flutningur á þjónustu er afar kostnaðarsamur og tímafrekur. Reynt verður að fá EC- hugbúnað til að bæta þjónustuna áður en sá kostur verður valinn. Nýjar hugmyndir hönnuðar að nýju útliti vefsíðu safnaráðs og síðunnar söfn.is kynntar. Samþykkt var tillaga með nýju Íslandskorti. Samþykkt að óska eftir smávægilegum breytingum á útliti þannig að heiti safnaráðs verði meira áberandi efst á vefsíðunni.

1.5 Auglýst eftir umsóknum í safnasjóð 2012. Auglýsing hefur þegar verið birt í Sveitarstjórnarmálum. Birt verður í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu um leið og rafrænt umsóknareyðublað hefur verið endurbætt af EC-hugbúnaði.

1.6 Breytt fyrirkomulag beinna úthlutana á fjárlögum: Alþingi tilkynnti í sumar um breytingar á fyrirkomulagi beinna úthlutana á fjárlögum en skv. tilkynningunni mun það fé sem farið hefur til menningarstarfs með beinum styrkjum fjárlaganefndar fara í gegnum lögbundna sjóði, menningarsamninga landshluta, ráðuneyti og aðrar álíka leiðir. Samþykkt var bréf til formanns fjárlaganefndar þar sem safnaráð lýsir ánægju með umræddar breytingar sem eru gríðarlega stórt skref til faglegri aðferða.

2. Erindi til umræðu og ákvörðunar.

2.1. Erindi frá Iðnaðarsafninu – ósk um hliðrun verkefnastyrks. Iðnaðarsafnið á Akureyri óskaði eftir hliðrun á verkefnastyrk. Samþykkt í samræmi við umsókn. Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá stjórn safnsins um framtíð safnsins í kjölfar uppsagnar forstöðumanns.

2.2. Byggðasafn Vestfjarða – breytt skipulag – umsagnar óskað.  Erindi barst frá Byggðasafni Vestfjarða þar sem óskað er umsagnar safnaráðs vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga hjá sveitarfélaginu er snúa að safninu. Samþykkt var umsögn.

2.3. Umsókn Michele Hayeur Smith um útflutning textílsýna til rannsóknar erlendis. Umsagnir Þjóðminjasafns og Fornleifaverndar ríkisins um erindið voru jákvæðar. Leyfi útgefið.

2.4. Beiðni Listasafns Sigurjóns Ólafssonar um breytta nýtingu verkefnastyrks. Fjallað um erindi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar um breytta nýtingu verkefnastyrks. Erindið var samþykkt.

2.5. Beiðni Þjóðminjasafns Íslands um leyfi til tímabundins útflutnings gripa á sýningu erlendis. MH vék af fundi meðan erindið var rætt og afgreitt. Samþykkt að mæla með útflutningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið, en skv. 7. gr. safnalaga veitir ráðherra endanlegt samþykki til útflutnings.

3. Önnur mál 

Önnur mál:

1) Sagnheimar, Byggðasafn Vestmannaeyja, nýr rekstraraðili. Kynntur samningur Vestmannaeyjabæjar við Þekkingarsetur Vestmannaeyja um rekstur Sagnheima, Byggðasafns Vestmannaeyja.

Næsti fundur skv. fundaáætlun 29.09. 2011 kl 12:15, fundi slitið kl. 14:15/RH