Fundargerð 103. fundar safnaráðs –
12. maí 2011, kl. 13:00 – 15:15, Þjóðminjasafni Íslands
Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór B. Runólfsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir, Rakel Halldórsdóttir og Ágústa Kristófersdóttir (framkvæmdarstjórar safnaráðs).
1. Málefni til umræðu og ákvörðunar:
1.0.Fundargerðir 101 og 102. fundar samþykktar og undirritaðar.
1.1. Skýrsla framkvæmdastjóra: Bréf frá bæjarráði Fljótsdalshéraðs: Samþykkt var að leiðrétta misskilning sem gætti í bréfi frá bæjarráðinu varðandi tillögur safnaráðs um styrkveitingar ríkis til safnastarfs, sem sendar voru fjárlaganefnd og sveitarstjórnum. Vorfundir höfuðsafna: Tókust vel og verða endurteknir að ári. Má hugsanlega stytta sameiginlegan fund. Samræmd safngestakönnun – staða: Búið að stytta í 15 spurningar og fá tilboð í framkvæmd. Bruun-Rasmussen uppboð: Matsdagur á vegum Bruun-Rasmussen var haldinn 5. maí s.l. Haft var samband við fyrirtækið og mun það gæta þess að sækja um leyfi til útflutnings fyrir þá gripi sem falla undir lög um útflutning menningarverðmæta nr.105/2001. Dreifimiði vegna inn-útflutnings menningararfs – dreifing: Miðinn er tilbúinn og verður dreift á tollstöðvar, söfn, gallerý, flugstöðvar og víðar. Vefsíða safnaráðs: Nýjar tillögur að útliti verða lagðar fram á næsta fundi. Samþykkt að falast eftir vefslóðinni sofn.is og museums.is fyrir núverandi vefsíðu sem kölluð hefur verið safnastarf.is og er rekin af safnaráði. Nefnt var viðmiðunarverðið 100 þús. kr. vegna kaupa á vefslóðinni. Endurtilnefning varamanns Sambands íslenskra sveitarfélaga í safnaráð: Guðmundur Ingi Ólafsson Rangárþingi ytra hefur verið tilnefndur. Íslenski safnadagurinn 2011: verður þann 10. júlí í sumar. Athuga hvort rétt sé að breyta formi á kynningu. Yfirferð umsóknarforms 2011: Farið verður yfir umsóknarformið og gætt að virkni þess. Safnastefna á sviði þjóðminjavörslu 2010-2014: Stefnunni dreift og framkvæmd hennar rædd. Rætt um gerð safnastefnu fyrir Listasafn Íslands.
2. Erindi til umræðu og ákvörðunar:
2.1. Umsókn um styrk vegna forvörslu frá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna. Bent á að sækja um styrk fyrir árið 2012.
2.2. Umsagnar óskað um þingsályktunartillögu nr. 280 um Skipasafn Íslands í Reykjanesbæ: Í umsögn er bent á að fagleg forgangsröðun sé mikilvæg með árangursríka varðveislu frumheimilda að markmiði. Þá sé mikilvægt að stutt verði við faglegt starf og uppbyggingu safna sem þegar eru starfandi á vegum ríkisins.
2.3. Umsagnar óskað um frumvörp til: Safnalaga, laga um Þjóðminjasafn Íslands og laga menningarminjar og útflutning. Sameiginleg umsögn safnaráðs, höfuðsafna, FÍSOS og ICOM send 05.05.2011.
2.4. Umsagnar óskað um frumvarp til laga um Landsbókasafn – Háskólabókasafn: Umsögn verður unnin milli funda.
3. Önnur mál:
3.1. Minjasafnið á Hnjóti: Margrét og Ágústa gerðu grein fyrir niðurstöðum fundar með stjórn safnsins 7. apríl s.l.
3.2. Grein Þorvaldar Gylfasonar um hluti í þjóðareign og ríkiseign: Taka saman atirði úr lögum og siðareglum og senda honum til skýringar á því að hægt sé að færa/selja hluti úr safneign.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 15:15/ÁK