Fundargerð 34. fundar Safnaráðs 25. nóvember 2004, kl. 15:00-16:10,
Byggðasafni Árnesinga, Hafnarbrú 3, 820 Eyrarbakka

Viðstödd voru:  Ólafur Kvaran, Margrét Hallgrímsdóttir, Jón Gunnar Ottósson, Gísli Sverrir Árnason, Sigrún Ásta Jónsdóttir, Karla Kristjánsdóttir, Jónína A. Sander og Rakel Halldórsdóttir. 

1.   Fundargerðir 33. og 31.  fundar undirritaðar. 

2.   Skýrsla framkvæmdastjóra.  Framkvæmdastjóri sagði frá Farskóla félags íslenskra safna og safnmanna sem haldinn var á Þjóðminjasafni Íslands 10. – 12. nóvember sl. og málþingi Safnaráðs og FÍSOS um safnalög, sem var hluti af farskólanum.  Ársskýrsla Safnaráðs – væntanleg úr prentun 25. nóv.  Vinnsla við umsóknir er í gangi.  Í undirbúningi er bréf til að minna á skilaskyldu greinargerða um nýtingu styrkja á styrkári eða umsókna um framlengingu styrks (skv. úthlutunarreglum Safnasjóðs eru styrkir veittir til eins árs í senn). 
Fram kom á stjórnsýsluréttarnámskeiði sem frkv.stjóri lauk 11. nóv. að lagaheimild þarf til grundvallar innheimtu aðgangseyris að ríkissöfnum, en slíkt gjald má flokka sem þjónustugjald fyrir opinbera þjónustu.  Samþykkt var að fylgja eftir efni bréfi Safnaráðs til mrn. dags. 16. nóvember, þar sem ráðið lagði til að ráðuneytið setti á fót vinnuhóp til endurskoðunar á samþykkt ríkisstjórnar um aðgangseyri að ríkissöfnum.

3.   Niðurstöður könnunar Safnaráðs á viðhorfum safnmanna til aðferða við úthlutun úr Safnasjóði.
Frkv.stj. kynnti niðurstöður könnunar.  Umsóknaraðilum í Safnasjóð 2005 gafst kostur á að svara þessari könnun.  Af 78 aðilum svöruðu 34.  Í stuttu máli eru niðurstöðurnar þessar: Flestir, 52%, telja mikilvægt að megináhersla sé á rekstrarstyrki, en verkefnastyrkir mæti afgangi.  Meirihluti, 60%, telur að úthluta eigi flötum rekstrarstyrkjum eins og verið hefur undanfarin ár.  Meirihluti, 64%, er hlynntur því að söfn séu flokkuð í tvo flokka eftir getu til grunnreksturs og úthlutað í samræmi.  Niðurstöðurnar verða hafðar til hliðsjónar við úthlutun úr Safnasjóði 2005.

4.   Farskóli FÍSOS.
Í framhaldi af viðræðum ÓK og MH um málið var rætt um nauðsyn þess að Safnaráð styddi við bakið á farskóla Félags íslenskra safna og safnmanna. Bent var á, í tengslum við samráðs- og leiðbeiningarhlutverk Safnaráðs, að um er að ræða eina vettvang hér á landi til ráðstefnuhalds á sviði áhrifaríkrar fræðslu í tengslum við mikilvægt innra jafnt sem ytra starf safna og til samþjöppunar safnmanna af öllum sviðum safnastarfs.  Nokkur umræða varð um málið en ákveðið var að taka málið upp á næsta fundi.

5.   Málþing Safnaráðs um stefnumörkun í safnamálum og menningarpólitíska stefnu, haust 2005. 
Fjallað var um markmið og meginþemu málþingsins.  Samþykkt var að málþingið skyldi einskorðað við stefnumörkum í safnamálum (í stað menningarstefnu) og að fjallað yrði um samfélagslegt hlutverk safna.  Ákveðið var að framkvæmdastjóri og formaður gerðu drög að pólitískum stefnumiðum sem málþinginu væri ætlað að lyfta fram.  Ákveðið var að taka málið upp á fyrsta fundi ársins 2005.

6.   Nonnahús – umsókn um frest til nýtingar styrks fyrir árið 2004.
Samþykkt var að veita Nonnahúsi frest til nýtingar styrks fyrir árið 2004.  Ákveðið var að framkvæmdastjóri sinnti umsóknum af þessu tagi í framtíðinni, nema hann teldi sérstaka ástæðu til að bera slíka umsókn undir ráðið v. umfangs eða eðlis.

7.   Þýðing laga nr. 105/2001 og 106/2001.
Samþykkt var að óska eftir enskri þýðingu beggja laga við menntamálaráðuneyti, Safnaráði að kostnaðarlausu.

8.   Næsti fundur og önnur mál. 
Ákveðið var að funda næst 13. desember kl. 11:30, en skal þá liggja fyrir fundaáætlun ársins 2005.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 16:10/RH

Viðauki:  Greinargerð v. vettvangsferðar Safnaráðs 25. nóv 2004 um Árnessýslu.

________________________________________________________________________

Vettvangsferð Safnaráðs í nóvember 2004 á Suðurland vestra.

Safnaráð lagði af stað, frá húsakynnum Þjóðminjasafns við Vesturvör 16-20 í Kópavogi, í aðra vettvangsferð ráðsins þann 25. nóvember 2004 kl. 9 en stefnt var á Suðurland vestra;  Hveragerði, Stokkseyri, Eyrarbakka og nágranni.

Markmiðið með ferðinni var að Safnaráð kynntist aðstæðum á söfnum/setrum í Árnessýslu, forsvarsmönnum þessara stofnana og framtíðarsýn.

Með í för voru: 

Ráðsmenn:  Ólafur Kvaran (formaður), Gísli Sverrir Árnason (varaformaður), Margrét Hallgrímsdóttir, Jón Gunnar Ottóson. 

Varamenn:  Sigrún Ásta Jónsdóttir, Karla Kristjánsdóttir, Jónína A. Sander. 

Rakel Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri.

Komið var fyrst við á Listasafni Árnesinga þar sem Birna Kristjánsdóttir, forstöðumaður safnsins, tók á móti okkur.  Voru sýningar og aðstaða skoðað og rætt við Birnu.

Næsti viðkomustaður var Veiðisafnið á Stokkseyri þar sem Páll Reynisson, forstöðumaður safnsins og stjórnarmaður og eiginkona hans Fríða Magnúsdóttir, stjórnarmaður, tóku á móti okkur.  Var húsnæði og aðstæður skoðað og rætt við Pál og Fríðu um hlutverk og framtíð Veiði.

Hittum við næst Lýð Pálsson, forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, við Þuríðarbúð, endurbyggða sjóbúð á Stokkseyri.  Lýður fylgdi okkur síðan að Rjómabúinu á Baugsstöðum þar sem við hittum umsjónarmann búsins, Sigurð Pálsson og stjórnarmenn Varðveislufélags um búið; Pál Lýðsson og Helga Ívarsson.

Snæddur var hádegisverður á Við fjöruborðið á Stokkseyri og bauð Safnaráð Lýði að snæða með ráðinu.

Eftir hádegisverð  hittum við Björn Inga Bjarnason, eiganda Hólmarastar, Lista- og menningarverstöðvar við Hafnargötu 9 á Stokkseyri þar sem er í uppbyggingu mikil menningarmiðstöð, með aðstöðu fyrir listamenn af ýmsu tagi, tónleika- og fyrirlestrasal ofl.  Skoðuðum við Draugasetrið sem er í þessari byggingu og hittum þar fyrir Benedikt Guðmundsson, forstöðumann setursins og Þór Vigfússon.

Björn Ingi sýndi okkur síðan Tónminjasetur Íslands, en forstöðumaður þess, Skúlína Kjartansdóttir, var veik.

Var næst haldið að þjónustuhúsi Byggðasafns Árnesinga á Eyrarbakka þar sem Lýður Pálsson tók aftur á móti okkur. 

Lýður sýndi okkur þjónustuhúsið og sagði frá aðstæðum en þar á eftir fundaði Safnaráð.

Eftir fund var ?Húsið?, sýningarhúsnæði Byggðasafns Árnesinga, skoðað og einnig Eggjaskúrinn.

Þar sem orðið var fremur áliðið var ákveðið að geyma Sjóminjasafnið á Eyrarbakka þar til síðar.

Komið var til Reykjavíkur um kl. 18.

Rakel Halldórsdóttir,

frkv.stj. Safnaráðs.