Fundargerð 32. fundar Safnaráðs 13. september 2004, kl. 11:30-13:30, Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík
Viðstödd voru: Ólafur Kvaran, Margrét Hallgrímsdóttir, Gísli Sverrir Árnason, Sigrún Ásta Jónsdóttir og Rakel Halldórsdóttir. Jón Gunnar Ottósson boðaði forföll.
1. Fundargerð 31. fundar verður undirrituð á næsta fundi. Fundargerðir 29. fundar og 30. fundar bíða frekari undirritunar á næsta fundi.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra. Frkv.stj. skýrði frá starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
Kynnt voru erindi sem afgreidd voru Per Capsulan milli funda, en vörðuðu þau leyfisveitingar v. tímabundins útflutnings menningarverðmæta úr landi.
Frkv.stj. fór ferð á Suður- og Austurland í ágúst s.l., til að heimsækja helstu söfn og setur á svæðinu. Síldarminjasafnið á Siglufirði og Byggðasafnið Hvoll, Dalvík fyrir norðan voru einnig heimsótt.
ÓK bar fram þá tillögu að frkv.stj. heimsæki safnastofnun Norðmanna, á næstunni.
Bréf hefur borist frá mrn. þar sem ráðuneytið samþykkir að Safnaráð sæki um kennitölu fyrir Safnasjóð. Samþykkti ráðið að sækja um kennitölu fyrir sjóðinn.
Farskóli Félags íslenskra safna og safnmanna verður haldinn 10. – 12. nóvember n.k. og verður Safnaráð með málþing um safnalögin fyrsta dag farskólans í samstarfi við FÍSOS.
Haldið var áfram umræðu um útgáfu á vegum Safnaráðs og samþykkt að frkv.stj. gerði drög að upplýsingahandbók fyrir söfn um nánari útfærslur og viðmið út frá safnalögum.
Rætt var um mögulega ráðstefnu Safnaráðs á vor- eða haustdögum 2005 þar sem tekin verður fyrir umræða um menningarpólitíska stefnu stjórnvalda. Verður umræðu um ráðstefnuna haldið áfram á næstu fundum ráðsins.
3. María Júlía BA36. Fjallað var um hugmynd Jóhanns Ásmundssonar um stofnun safnvísis um skipið Maríu Júlíu BA36. Samþykkt var að frkv.stj. sendi tilkynningu á safnlistann þar sem undirstrikað væri að söfn sem sækja sameiginlega um verkefnastyrk til samstarfsverkefnis væru ekki þar með að fyrirgera sér styrk til verkefna tengdum eigin starfsemi.
Fkv.stj. var falið að athuga með framgang mála varðandi Bátafriðunarsjóð, sem er í mótun skv. MH. Rætt var um að frkv.stj. hefði fyrst samband við Ágúst Georgsson hjá Þjóðminjasafni, til að kynna sér stöðu málsins og sendi síðan ráðuneytinu bréf þar sem Safnaráð hvetur til þess að sjóðnum verði komið á fót sem fyrst.
4. Umsókn Byggðasafns Hafnarfjarðar um stofnstyrk v. húsnæðis. Safnaráð samþykkti húsnæði skv. 11. gr. en tók ekki afstöðu til kaupverðs fasteignarinnar.
5. Úthlutun 2004 – Listasafn ASÍ, Listasafnið á Akureyri. Samþykkt var, v. nýrra upplýsinga í kjölfar heimsóknar formanns og frkv.stj. á Listasafn ASÍ, að veita safninu 300 þús. kr. verkefnastyrk úr Safnarsjóði á árinu 2004. Ekki hefur enn borist lögfræðilegt mat frá mrn. varðandi möguleika Safnaráðs á að vísa í alþjóðlegar siðareglur ICOM við rökstuðning ákvarðana. Samþykkti ráðið að það væri fyllilega á fært um að vísa í siðareglur ICOM við ákvarðanir og samþykkti að neita Listasafninu á Akureyri um styrk úr Safnasjóði á árinu 2004. Taldi ráðið rekstrarfyrirkomulag safnsins skv. núverandi þjónustusamningi við Art.is vera á skjön við 2. grein samþykkta ICOM sem skilgreinir safn og það að líta framhjá þeirri samþykkt væri ekki á færi ráðsins.
6. Lög nr. 105/2001. Frkv.stj kynnti athugun sína á mögulegu umfangi á framkvæmd laga nr. 105/2001. Í ljós kom að lítið sem ekkert af menningarverðmætum Íslendinga, öðrum en forngripum, falla undir lögin (t.a.m. nánast ekkert af listminjum), þar sem verðviðmið laganna eru óraunhæf m.v. markaðsverð og tryggingaverð íslenskra listminja. Samþykkt var að frkv.stj. sendi menntamálaráðuneyti bréf þar sem ráðið lýsir sig fúst til samstarfs um endurskoðun laganna m.t.t. raunhæfari viðmiða.
Samþykktar voru verklagsreglur um útflutning menningarverðmæta. Verða verklagsreglurnar kynntar á vefsíðu ráðsins og þeim sem sækja um leyfi til tímabundins útflutnings.
7. Ársskýrsla Safnaráðs 2003. Frkv.stj. kynnti drög að ársskýrslu Safnaráðs 2003, fyrstu ársskýrslu ráðsins. Samþykkt var að frkv.stj. kláraði skýrsluna og að ráðsmenn myndu samþykkja hana Per Capsulan með tölvupósti. Samþykkt var að frkv.stj. skrifaði stutta inngangsgrein með skýrslunni, þar sem stiklað er á helstu atriðum hennar. Óskað verði eftir birtingu á inngangsgreininni í Morgunblaðinu, áður en skýrslunni verður dreift til safna, embættismanna, stjórnmálamanna og fjölmiðla, í fullri lengd.
8. Næsti fundur og önnur mál. Ákveðið var að funda næst eftir 7. október samfara vettvangsferð Safnaráðs 2004 Norður á land. Frkv.stj. velji hentuga dagsetningu.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:30/RH