Fundargerð 31. fundar Safnaráðs 18. júní 2004, kl. 11:30-13:30, Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík
Viðstödd voru: Ólafur Kvaran, Álfheiður Ingadóttir, Jóhann Ásmundsson, Gísli Sverrir Árnason og Rakel Halldórsdóttir. Margrét Hallgrímsdóttir boðaði forföll.
1. Fundargerðir 29. fundar og 30. fundar samþykktar og undirritaðar, fleiri undirritanir bíða næsta fundar.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra. Frkv.stj. skýrði frá starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. Dreift var bréfi og bæklingum sem Safnasafnið sendi ráðsmönnum.
Frkv.stjóri hefur sótt um almenna aðild að European Museum Forum fyrir Safnaráð.
Frkv.stj. situr í farskólanefnd fyrir farskóla Fél. ísl. safna og safnmanna 2004, en farskólinn er áætlaður 10.-12 nóvember.
Frkv.stj. stefnir á ferð á Suður- og Austurland í ágúst n.k., til að heimsækja helstu söfn á svæðinu. Frkv.stj. var falið að gera tillögu að vettvangsferð Safnaráðs 2004 á söfn á Norðurland í september.
Tímabært er að huga að útgáfu viðmiða fyrir safnastarf á Íslandi. Frkv.stj. var falið að gera tillögu að slíkri útgáfu Safnaráðs.
3. Úthlutun 2004. Bréf hefur borist frá borgarlögmanni um ósk um frekari rökstuðning vegna úthlutunar til Minjasafns Reykjavíkur og Ljósmyndasafns Reykjavíkur m.t.t. þess rökstuðnings sem fram kemur í bréfum Safnaráðs til safnanna varðandi ákvörðun um styrkveitingu. Var tillaga frkv.stj. að svari samþykkt með nokkrum breytingum.
Haldið var áfram umfjöllun um erindi Listasafns Akureyrar og Listasafns ASÍ. Varðandi Listasafnið á Akureyri: Ekki hefur enn borist lögfræðilegt mat frá menntamálaráðuneyti um möguleika Safnaráðs á að vísa í samþykktir ICOM sem rökstuðning við ákvarðanir. Mun ráðið senda safninu tilkynningu um niðurstöðu að fengnu áliti mrn, ella taka málið upp aftur á næsta fundi. Komið hefur í ljós að Hvalamiðstöðin á Húsavík er skráð sem einkahlutafélag í fyrirtækjaskrá þrátt fyrir áætlanir og drög að samþykktum frá 2002 um breytingu stofnunarinnar í sjálfseignarstofnun. Var frkv.stj. falið að kanna málið nánar og frysta afgreiðslu styrkja til stofnunarinnar þar til staða hennar gagnvart safnalögum er ljós.
Afgreiðsla erindis Listasafns ASÍ bíður næsta fundar þar sem formaður og frkv.stj. hafa enn ekki átt þess kost að heimsækja safnið sökum skörunar á vinnuferðum forstöðumanns safnsins og formanns Safnaráðs.
4. Hugmynd að nýjum áherslum við úthlutun 2005. Samþykkt var tillaga frkv.stj. um að kanna jarðveginn betur áður en ný viðmið við úthlutun verða tekin til skoðunar. Verður send út spurningakönnun varðandi álit safna á áherslum við úthlutanir úr Safnasjóði, með umsóknareyðublaði fyrir 2005. Samþykkt var að auglýsa eftir umsóknum fyrir 2005, með umsóknarfrest til 1. október n.k. Fjallað var um nauðsyn gæðamats á söfnum og var frkv.stj. falið að staðfæra aðferðir Dana við gæðamat á dönskum söfnum að íslenskum aðstæðum. Var jafnframt samþykkt að fela frkv.stj. að athuga með málþing á vegum Safnaráðs um safnalögin, kosti þeirra og galla, að morgni þess dags sem farskólinn mun hefjast.
5. Lög nr. 105/2001. Frestað til næsta fundar.
6. Næsti fundur og önnur mál. Næsti fundur skv. fundaáætlun er 26. ágúst en samþykkt var að funda næst aðra vikuna í september.
Önnur mál:
6.1 NODEM ráðstefna í Reykjavík 2005. Von er á fulltrúum frá NODEM til Íslands 23. eða 24. ágúst n.k. v. undirbúnings ráðstefnu samtakanna í Reykjavík 2005. Ákveðið var að höfuðsöfnin myndu tilnefna fulltrúa í verkefnanefnd v. ráðstefnunnar fyrir þann tíma.
6.2 Vanhæfi ráðsmanna. Enn er beðið svara við erindi Safnaráðs til mrn. um hvenær vanhæfi ráðsmanna á við m.t.t. styrkveitinga úr Safnasjóði.
6.3 Samþykkt var að stofna úthlutunarnefnd Safnasjóðs, en í henni sitja fulltrúar höfuðsafna í Safnaráði. Verður það verkefni nefndarinnar að fara yfir einstaka umsóknir og taka ákvarðanir um úthlutun. Verður menntamálaráðuneyti send tilkynning um þessa samþykkt.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:30/RH