Fundargerð 25. fundar Safnaráðs, Þjóðminjasafni Íslands, Suðurgötu 41, 101 Rvk., 9. janúar 2004, kl. 11:30.
Viðstödd voru: Margrét Hallgrímsdóttir, Ólafur Kvaran, Jóhann Ásmundsson, Ragnheiður H. Þórarinsdóttir og Rakel Halldórsdóttir. Gísli Sverrir Árnason var viðstaddur í gegnum síma.
1. Smávægilegar aths. voru gerðar við fundargerð 24. fundar. Undirritun bíður næsta fundar.
2. Skýrsla framkv.stjóra. Framkvæmdastjóri skýrði frá starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. Endurskoðaður ársreikningur Safnasjóðs 2002 var afhentur ráðsmönnum.
3. Erindi til Safnaráðs:
a. Erindi Byggðasafns Árnesinga um styrk til endurbyggingar bakhúss ?Eggjaskúrsins? við Húsið á Eyrarbakka. Engin aths. var gerð við kostnaðaráætlun. Safnaráð samþykkir húsnæði með fyrirvara um að bruna- og öryggismálum og forvörslu verði sinnt á fullnægjandi hátt.
4. Rekstraráætlun 2004. Umfjöllun frestað.
5. Samþykkt Þjónustusamnings 2004. Umfjöllun frestað.
6. Úthlutunarkerfi Safnaráðs. Farið var yfir danska úthlutunarkerfið, en skv. því er styrkupphæð reiknuð út frá styrkjum til safnsins sem ekki eru frá ríkinu. Ákveðið var að nýta danska kerfið sem fyrirmynd að úthlutunarkerfi Safnaráðs. Frkv.stj. mun hefjast handa við að meta umsækjendur m.t.t. þess hvort stofnanirnar falla undir safnalög. Í framhaldi af því verður fjallað um hverja umsókn m.t.t. styrkveitingar. Búast má við því að óska þurfi viðbótarupplýsinga frá einhverjum söfnum.
7. Fyrirkomulag starfsemi og funda 2004. Ákveðið var að halda við setta fundaáætlun 2004. Aukafundir verði haldnir eftir þörfum.
8. Samstarf Safnaráðs við Hagstofu um tölfræðiskráningu um söfn sbr. tillaga Jóhanns Ásmundssonar. Umfjöllun frestað til næsta fundar.
Næsti fundur skv. fundaáætlun er 29. janúar 2004.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:20/RH