Fimmtudaginn 27. júní 2024 kl. 15.00-17.00
Staðsetning fundar: Safnahúsið, Hverfisgötu

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.

Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Ragnhildur Guðmundsdóttir; fyrir Þjóðminjasafn Íslands: Harpa Þórsdóttir.

Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.

1.   Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
  2. Þóra Björk Ólafsdóttir og Klara Þórhallsdóttir sögðu frá ráðstefnu sem þær sóttu dagana 11.-12. júní í Stokkhólmi sem bar yfirskriftina Cultural Heritage and Cultural Resilience – Nordic-Baltic Conference on Civil Preparednesssem mætti þýða sem ”Menningararfleifð og menningarlegt viðnám – Norræn-Baltnesk ráðstefna um forvarnir“.  Einnig var fundað með ýmsum söfnum og kollegum frá norrænu löndunum vegna vinnu við viðbragðsáætlanir viðurkenndra safna.
  3. Klara Þórhallsdóttir sagði af grein sem hún hefur skrifað fyrir næsta tölublað safnablaðsins Kvists f.h. safnaráðs um stöðu verkefnis um viðbragðsáætlanir safna.

2.  Mál til ákvörðunar

  • Engin mál á dagskrá

3.  Önnur mál

  • Næsti safnaráðsfundur ákveðinn

Fundi slitið kl. 16:30/ÞBÓ