Fimmtudaginn 27. júní 2024 kl. 15.00-17.00
Staðsetning fundar: Safnahúsið, Hverfisgötu
Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.
Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Ragnhildur Guðmundsdóttir; fyrir Þjóðminjasafn Íslands: Harpa Þórsdóttir.
Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
- Þóra Björk Ólafsdóttir og Klara Þórhallsdóttir sögðu frá ráðstefnu sem þær sóttu dagana 11.-12. júní í Stokkhólmi sem bar yfirskriftina Cultural Heritage and Cultural Resilience – Nordic-Baltic Conference on Civil Preparednesssem mætti þýða sem ”Menningararfleifð og menningarlegt viðnám – Norræn-Baltnesk ráðstefna um forvarnir“. Einnig var fundað með ýmsum söfnum og kollegum frá norrænu löndunum vegna vinnu við viðbragðsáætlanir viðurkenndra safna.
- Klara Þórhallsdóttir sagði af grein sem hún hefur skrifað fyrir næsta tölublað safnablaðsins Kvists f.h. safnaráðs um stöðu verkefnis um viðbragðsáætlanir safna.
2. Mál til ákvörðunar
- Engin mál á dagskrá
3. Önnur mál
- Næsti safnaráðsfundur ákveðinn
Fundi slitið kl. 16:30/ÞBÓ