Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 15.00-17.00
Staðsetning fundar: Safnahúsið, Hverfisgötu

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.

Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Ragnhildur Guðmundsdóttir. Fyrir Þjóðminjasafn Íslands: Harpa Þórsdóttir.

Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.

1.   Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
    Heimsókn ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra menningarmála og tengiliðs safnaráðs þann á skrifstofu Safnaráðs þann 10. maí síðastliðinn.
    Starfsmenn safnaráðs  heimsóttu Gljúfrastein 17. maí.
    Alþjóðlegi safnadagurinn var haldinn þann 18. maí og íslensku Safnaverðlaunin voru afhent þann dag.
  2. Klara Þórhallsdóttir var með yfirlit yfir stöðu á eftirliti með viðurkenndum söfnum
  3. Kynnt var útlit á Þekkingargátt safnaráðs. Verður byrjað að vinna í innsetningu á efni í haust.
  4. Rætt var skipulag á Haustferð ráðsins, sem verður að þessu sinni á Vesturland.

2.  Mál til ákvörðunar

  1. Umsögn um 941. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, 1388/154 stjórnartillaga: Efling og uppbygging sögustaða. Sjá umsögnina hér: Öll erindi í 941. máli: efling og uppbygging sögustaða | Erindi | Alþingi

3.  Önnur mál

  • Sagt var frá málþing safnaráðs, ICOM og FÍSOS sem var haldið þann 14. maí á Kjarvalsstöðum – Söfn í þágu fræðslu og rannsókna.
  • Harpa Þórsdóttir ræddi um vinnu starfshóps um brún skilti sem hún er þátttakandi í.
  • Vilhjálmur Bjarnason sagði frá erindi vegna Maríu Júlíu BA. Eins og málin standa, eru málefni þessa báts ekki undir verkefnum ráðs eða sjóðs.
  • Staða – Listasafn Reykjanesbæjar

Fundi slitið kl. 17:00/ÞBÓ