Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 kl. 11.00-13.00
Staðsetning: Safnahúsið
Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Hilmar Malmquist, Margrét Hallgrímsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.
- Opnað hefur verið fyrir umsóknir í bæði aukaúthlutun 2019 (umsóknarfrestur til kl. 16.00, 25. nóvember) og aðalúthlutun 2020 (umsóknarfrestur til og með 10. desember). Kynnt var tímalína umsóknaferlis og matsferils.
- Framkvæmdastjóri kynnti stöðu á Byggðasafni Garðskaga miðað við upplýsingar sem hafa borist frá nýju sveitarfélagi, Suðurnesjabæ, sem er eigandi safnsins.
- Stefnumótun safnaráðs kynnt og hvað næst verður á dagskrá í þeirri vinnu.
- Þriðji hluti eftirlits safnaráðs með viðurkenndum söfnum kynnt og rætt. Er það Eftirlit með skráningu gripa og aðgengi að safnkosti. Tillögur að verkferlum kynnt, til samþykktar á næstu fundum.
2. Mál til ákvörðunar
- (Athugið – þessi liður var samþykktur á milli funda)
Vegna 3. hluta eftirlits með viðurkenndum söfnum Eftirlit með skráningu gripa og aðgengi að safnkosti og sýningum, var eftirfarandi fyrsti þáttur í eftirlitinu samþykktur:
Eftirlit með skráningu gripa er unnið tvíþætt- Símat – eftirlit með skráningum sem eru unnar með styrkjum úr safnasjóði. Þessi þáttur hefst með umsóknarferli í safnasjóð 2020. Í því felst m.a. að til að skráningarumsóknir teljist styrkhæfar þurfi þær að uppfylla ákveðnar kröfur. Er því óskað eftir auknum upplýsingum í umsóknum um styrki til skráningar. Með umsókn í safnasjóð vegna skráninga í Sarp, skuldbindur umsækjandi sig til að fylgja reglum sem gilda um skráningu í Sarp og setja sig í samband við viðeigandi þjónustuaðila áður en verkefnavinnan hefst.
Ef styrkur fæst, fá styrkþegar sendar nánari upplýsingar um þau skilyrði sem skráningarstyrkir þurfa að uppfylla til að standast eftirlit safnaráðs með skráningu. - Komnar skráningar – eftirlit með skráningum safngripa almennt.
Þessi hluti verður nánar útfærður síðar.
- Símat – eftirlit með skráningum sem eru unnar með styrkjum úr safnasjóði. Þessi þáttur hefst með umsóknarferli í safnasjóð 2020. Í því felst m.a. að til að skráningarumsóknir teljist styrkhæfar þurfi þær að uppfylla ákveðnar kröfur. Er því óskað eftir auknum upplýsingum í umsóknum um styrki til skráningar. Með umsókn í safnasjóð vegna skráninga í Sarp, skuldbindur umsækjandi sig til að fylgja reglum sem gilda um skráningu í Sarp og setja sig í samband við viðeigandi þjónustuaðila áður en verkefnavinnan hefst.
- Samþykkt var óska eftir því að skráningarráð Sarps verði samstarfsaðili safnaráðs vegna þriðja hluta eftirlits, við gerð gátlista/staðals um skráningu og þróun á verkferli við eftirlitið.
- Beiðni Byggðasafns Árnesinga um að nýtt geymsluhúsnæði Byggðasafns Árnesinga uppfylli skilmála safnaráðs um húsnæði viðurkenndra safna var staðfest, með einu mótatkvæði. Samþykkt var í kjölfarið að í framtíðinni verði leitað álits sérfróðra varðandi staðfestingu á að húsnæði viðurkenndra safna uppfylli skilmálana, bæði í viðurkenningarferli og við staðfestingu á að breytt eða nýtt húsnæði uppfylli skilmálana. Verður það til samþykktar í upphafi næsta árs.
3. Önnur mál
Engin önnur mál rædd.
Fundi slitið 13:00 / ÞBÓ