Föstudaginn 27. september, kl. 11.00 – 13.00
Staðsetning: Safnahúsið
Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Hilmar Malmquist, Margrét Hallgrímsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður forfallaðist.
1. Mál til kynningar
-
- Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.
- Safnaráð fagnar því að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 er fjárveiting til safnasjóðs aukin um rúmar 100 milljónir króna, í 250,3 millj.kr. fyrir árið 2020, 245,5 millj.kr. árið 2021 og 240,6 millj.kr. árið 2022. Þessi aukna fjárveiting mun auka möguleika safnasjóðs til að styðja við faglegt safnastarf í landinu.
- Stefnumótun safnaráðs – framkvæmdastjóri kynnti munnlega stöðu verkefnisins
- Kynning – frá alheimsráðstefnu ICOM. Framkvæmdastjóri safnaráðs fór á alheimsráðstefnu ICOM sem var haldin í Kyoto í Japan 1. – 7. september síðastliðinn. Sótti hún fyrirlestra á vegum INTERCOM, sem er undirdeild ICOM um stjórnun og rekstur safna. Aðalumræðuefni ráðstefnunnar varð þó hin nýja safnaskilgreining, en kjósa átti um hana á ráðstefnunni. Frá því var þó horfið og frestað var kosningu til næsta aðalfundar ICOM.
2. Mál til ákvörðunar
- Samþykkt var að safnaráð fari í samstarf við FÍSOS og ICOM Ísland vegna umræðufunda um nýju safnaskilgreiningu ICOM.
- Samþykktar voru eftirfarandi tillögur vegna úthlutana úr safnasjóði.
Tillaga 1: Safnasjóður verði óskiptur.
Veittir styrkir úr safnasjóði og fallið frá hugtakanotkun um rekstrar- og verkefnastyrki.
Rekstrarstyrkir verði felldir inn í almenna úthlutun.
Tillaga 2: Öndvegisstyrkir.
Í aðalúthlutun verði til nýr flokkur styrkja sem úthlutað er til 2-3 ára með fyrirvara um fjármögnun sjóðsins.
Tillaga 3: Símenntunarstyrkir verði festir í sessi og þeir efldir.
3. Önnur mál
Hilmar Malmquist lagði fram bréf Náttúruminjasafns Íslands til mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi málefni Sæheima í Vestmannaeyjum.
Fundi slitið 12:50 / ÞBÓ