Fimmtudaginn 7. mars, kl. 11.00-13.00
Staðsetning: Safnahúsinu
Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson (símleiðis), Sigríður Björk Jónsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Hilmar Malmquist, Margrét Hallgrímsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Helga Lára Þorsteinsdóttir komst ekki.
1. Mál til kynningar
- Hilmar Malmquist kynnti fyrir ráðinu erindi frá Þekkingasetri Vestmannaeyjabæjar sem barst Náttúruminjasafni Íslands þann 27. febrúar varðandi breytingu á rekstri Sæheima. Í erindinu kom fram að viðurkennda safnið Sæheimar, áður rekið af Vestmannaeyjabæ, verður lagt niður og framvegis rekið af Beluga Operation Company ehf. (undir nafninu Sealife Trust) og ráðgert er að opna safnið 15. mars n.k. Skv. minnisblaði lögðu fram til umræðu á bæjarráðsfundi verður hluti safnkosts (m.a. uppstoppaðir fuglar) undir rekstri Sealife Trust, en áfram eign bæjarins. Öðrum safnkosti á að dreifa á stofnanir bæjarins. Samkvæmt stofnskrá safnsins skal við niðurlögn safnsins ráðstafa eignum safnsins í samstarfi við höfuðsafn og mennta- og menningarmálaráðuneyti, en safnaráði eða Náttúruminjasafninu er ekki ljóst hvort ráðuneytinu hefur borist erindi vegna málsins.
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
- Framkvæmdastjóri kynnti yfirlit yfir 2. hl. eftirlits safnaráðs. Af 46 viðurkenndum söfnum hafa 40 söfn fengið tilkynningu um eftirlit og 37 fengið matsskýrslu frá eftirlitsnefnd safnaráðs. 1 safn fær eftirlitsskýrslu senda innan skamms og tvö hafa fengið frest á skilum. Fimm söfn frá tilkynningu um eftirlit nú í mars og þrjú fá tilkynningu síðar á þessu ári eða í byrjun næsta árs.
- Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað úr aðalúthlutun safnasjóðs 2019 að fenginni umsögn safnaráðs, alls 113.850.000 kr. Í rekstrarstyrki var úthlutað 29.600.000 kr. til 37 viðurkenndra safna, frá 500.000 til 1.000.000 kr. Í verkefnastyrki var úthlutað alls 84.250.000 kr. til 85 verkefnastyrkja á bilinu 300.000 kr. til 2,5 milljónir króna. 142 verkefnaumsóknir bárust og var heildarumsóknarupphæð rúmar 190 milljónir króna.
- Sagt var frá fyrstu hugmyndum Starfshóps um viðurkenningu og styrkjamál.
2. Mál til ákvörðunar
- Engin mál voru til ákvörðunar að þessu sinni
3. Önnur mál
- Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður skýrði fundinum frá nýju skipuriti Þjóðminjasafns Íslands.
Fundi slitið 13:00 / ÞBÓ