Námsbraut í safnafræði hóf göngu sína í Háskóla Íslands árið 2009. Safnafræði er nú kennd sem BA-nám sem aukagrein, framhaldsnám á meistarastigi og sem doktorsnám. Safnafræði er í eðli sínu þverfagleg þar sem hinar ýmsu fræðigreinar tengjast störfum safna. Hér má nefna sagnfræði, fornleifafræði, listfræði, þjóðfræði, mannfræði, bókmenntafræði og málvísindi. Einnig raunvísindagreinar svo sem náttúrufræði …