Fimmtudaginn 5. desember 2024 kl. 15.00-17.00
Fundarstaður: Austurstræti 5, 4.hæð
Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.
Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Hilmar Malmquist, fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands: Harpa Þórsdóttir.
Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.
Ágústa Kristófersdóttir var gestur fundarins undir lið 1.2.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. M.a. var sagt af tveimur málþingum sem framkvæmdastjóri ráðsins var með innlegg; málþingi um um styrkjakerfi listasafna á Íslandi og RáðStefnu, um stefnur í safna- og menningarstarfi. Einnig var sagt af fundi með menningar- og viðskiptaráðuneyti um Haag-samninginn.
- Ágústa Kristófersdóttir, formaður Rekstrarfélags Sarps og framkvæmdastjóri safneignar hjá Þjóðminjasafni Íslands heimsótti fundinn og kynna fyrir ráðinu nýjan Sarp, Sarp 2.0.
- Fjárhagsáætlun 2025 kynnt fyrir ráðinu, verður hún til samþykktar á næsta safnaráðsfundi.
- Sagt var frá samráðsfundi menningarráðherra og fagfélaga í safnastarfi sem haldinn var þriðjudaginn 19. nóvember síðastliðinn. Á fundinn mættu f.h. menningarráðherra Sigrún Brynja Einarsdóttir, ráðuneytisstjóri og Arna Kristín Einarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Fundargerð samráðsfundar verður send safnaráði til kynningar auk þess að vera birt á vef ráðsins.
- Umsóknarfrestur í aukaúthlutun safnasjóðs 2024 var til 25. nóvember síðastliðinn, en 76 umsóknir bárust frá 38 viðurkenndum söfnum að heildarupphæð 24.860.000 kr.
- Athugið – Liður 1.6 var tekinn til umfjöllunar eftir lið Til samþykktar og lið 3. Önnur mál. Forstöðumenn höfuðsafna gengu þá af fundi og safnaráð sat eftir. Ræddar voru umsóknir í aukaúthlutun 2024 og ákveðin dagsetning úthlutunarfundar.
2. Mál til ákvörðunar
– engin mál til ákvörðunar
3. Önnur mál
- Næsti safnaráðsfundur ákveðinn
- Rædd var ályktun frá fagfélögum í menningarstarfi; „Tryggjum áfram öflugt, sjálfstætt menningarráðuneyti“.
Fundi slitið kl. 17.00/ÞBÓ