Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 15.00-17.00
Staðsetning fundar: Safnahúsið, Hverfisgötu
Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.
Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Ragnhildur Guðmundsdóttir. Fyrir Þjóðminjasafn Íslands: Harpa Þórsdóttir.
Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
Heimsókn ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra menningarmála og tengiliðs safnaráðs þann á skrifstofu Safnaráðs þann 10. maí síðastliðinn.
Starfsmenn safnaráðs heimsóttu Gljúfrastein 17. maí.
Alþjóðlegi safnadagurinn var haldinn þann 18. maí og íslensku Safnaverðlaunin voru afhent þann dag. - Klara Þórhallsdóttir var með yfirlit yfir stöðu á eftirliti með viðurkenndum söfnum
- Kynnt var útlit á Þekkingargátt safnaráðs. Verður byrjað að vinna í innsetningu á efni í haust.
- Rætt var skipulag á Haustferð ráðsins, sem verður að þessu sinni á Vesturland.
2. Mál til ákvörðunar
- Umsögn um 941. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, 1388/154 stjórnartillaga: Efling og uppbygging sögustaða. Sjá umsögnina hér: Öll erindi í 941. máli: efling og uppbygging sögustaða | Erindi | Alþingi
3. Önnur mál
- Sagt var frá málþing safnaráðs, ICOM og FÍSOS sem var haldið þann 14. maí á Kjarvalsstöðum – Söfn í þágu fræðslu og rannsókna.
- Harpa Þórsdóttir ræddi um vinnu starfshóps um brún skilti sem hún er þátttakandi í.
- Vilhjálmur Bjarnason sagði frá erindi vegna Maríu Júlíu BA. Eins og málin standa, eru málefni þessa báts ekki undir verkefnum ráðs eða sjóðs.
- Staða – Listasafn Reykjanesbæjar
Fundi slitið kl. 17:00/ÞBÓ