Á ári hverju er Alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðlegur 18. maí í samstarfi FÍSOS og Íslandsdeildar ICOM. Markmiðið með deginum er að kynna og efla safnastarf á Íslandi en þá eru söfn hvött til að standa fyrir viðburðum og jafnvel ókeypis aðgangur í tilefni dagsins. Þar sem um alþjóðlegan viðburð er að ræða eru þátttakendur dagsins í 140 löndum og allt að 35.000 söfn sem halda upp á daginn. Þann 18. maí næstkomandi er söfn hvött til að taka þátt í Alþjóðlega safnadeginum og þema í ár „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“ sem varpar ljósi á valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
-
-
-
- Heilsa og vellíðan: Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir fólk á öllum aldri, með tilliti til andlegrar heilsu og hættunnar sem felst í félagslegri einangrun.
-
-
-
-
-
- Aðgerðir í loftslagsmálum: Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra, draga markvisst úr kolefnislosun á norðurhveli jarðar og minnka mengun á suðurhvelinu.
-
-
-
-
-
- Líf á landi: Vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu vistkerfa á landi, sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og gefa röddum frumbyggjaþjóða meira vægi í umræðunni.
-
-
Söfn hafa veigamiklu hlutverki að gegna í málefnum sem varða sjálfbæra þróun og vellíðan fólks í þeim samfélögum sem þau þjóna. Starfsemi safna byggir á trausti almennings auk þess sem þau tengja saman ólíka hópa og eru því í einstakri stöðu til þess að koma jákvæðum breytingum til leiðar. Söfn geta lagt lóð sín á vogarskálarnar og stutt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með ýmsum hætti: allt frá því að taka þátt í loftslagsaðgerðum og hlúa að fjölbreytileika til þess að beita sér gegn félagslegri einangrun og bæta andlega heilsu.
Á hverju ári síðan 2020 hefur Alþjóðlegi safnadagurinn varpað ljósi á valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í samþykktum ICOM frá árinu 2019 varðandi sjálfbærni og samkomulag Sameinuðu þjóðanna, Að breyta heiminum: Áætlun um sjálfbæra þróun 2030 (e. Transforming Our World: the 2030 Agenda for Sustainable Development), segir: öllum söfnum ber skylda til þess að leiða og leggja grunn að sjálfbærri hugsun til framtíðar, jafnt með fræðslu, sýningahaldi, samfélagsverkefnum og rannsóknastarfi.
Íslenski safnadagurinn var fyrst haldinn árið 1997 að frumkvæði safnmanna sjálfra. Markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar og þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar sem finna má á söfnum.
Nú er íslenski safnadagurinn haldinn með alþjóðlega safnadeginum, sem er 18. maí ár hvert. Markmið alþjóðlega safnadagsins er þó ávalt að kynna og efla safnastarf í heiminum og á hverju ári er sérstök yfirskrift eða þema sem er í forgrunni. Upplýsingar um alþjóðlega safnadaginn má finna á vefsíðu Félags íslenskra safna og safnmanna.