Fimmtudaginn 19. desember 2019 kl. 17-18
Staðsetning: Gimli, Lækjargötu 3

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Hilmar Malmquist og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Anna Sigríður Kristjánsdóttir og Margrét Hallgrímsdóttir voru forfallaðar.

1. Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.
  2. Kynntar voru fjöldi og dreifing umsókna í aðalúthlutun safnasjóðs 2020, en umsóknarfresti lauk 13. desember 2019. Matsnefnd hefur vinnu sína í upphafi nýs árs
  3. Verkáætlun 2020 lögð fram til kynningar, verður til samþykktar á næsta safnaráðsfundi.
  4. Stiklað á stóru í fjárhagsáætlun 2020, verður lögð fram til samþykktar á næsta safnaráðsfundi. Fundur samþykkti að athuga með aðstoð á skrifstofu, með auknum verkefnum ráðsins.

2. Mál til ákvörðunar

  1. Erindi barst frá Vestmannaeyjabæ varðandi viðurkenningu Sæheima. Samþykkt að óska eftir því að Vestmannaeyjabær endursendi erindið þegar ákvörðun hefur verið tekin um stjórnsýslulega staðsetningu Sæheima.

3. Önnur mál

Helga Lára Þorsteinsdóttir upplýsti fundinn um safneign RÚV í húsnæði þess á Vatnsenda.

Fundi slitið 18:00 / ÞBÓ