Fundargerð 33. fundar Safnaráðs 28. október 2004, kl. 11:00-12:30, Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík
Viðstödd voru: Ólafur Kvaran, Gísli Sverrir Árnason, Jón Gunnar Ottósson, Sigrún Ásta Jónsdóttir og Rakel Halldórsdóttir. Margrét Hallgrímsdóttir var viðstödd í síma.
1. Fundargerð 32. fundar undirrituð. Fundargerð 31. fundar verður undirrituð á næsta fundi.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra. Frvk.stj. fór í viðtal hjá fjárlaganefnd Alþingis miðvikudaginn 20. október sl. kl. 10:30, til að tala fyrir eflingu Safnasjóðs. Samþykkt var að senda menntamálaráðuneyti bréf þar sem innt er eftir afstöðu ráðuneytisins til beinna fjárveitinga fjárlaganefndar til safna. Sigurður Rúnar Sigurjónsson, nefndarritari fjárlaganefndar, hefur ritað meistararitgerðina ?Fjárlagaferli þjóðþinga? þar sem hann mælist gegn þessari aðferð.
Viðtal við frkv.stj. birtist í Dagbók Morgunblaðsins 9. okt. sl. vegna væntanlegrar ársskýrslu Safnaráðs.
Safnasjóður hefur fengið kennitölu hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra – kennitalan er 700904-3340. Samþykkt var að senda bréf til menntamálaráðuneytis þar sem óskað verður eftir bókhaldsþjónustu fyrir Safnasjóð, sambærilegri og Húsafriðunarnefnd hefur.
Borist hefur bréf frá menntamálaráðuneyti v. fyrirspurnar Safnaráðs um aðkomu ráðuneytisins að málefnum er tengjast áætluðu Sædýrasafni. Skv. bréfinu er málið í eðlilegum farvegi m.t.t. aðkomu ráðuneytisins.
3. Umsóknir 2005 – kynning.
Umsóknir hafa borist frá 76 stofnunum. Heildarupphæð umsókna er rétt tæpar 200 millj. kr.
4. Aðgangseyrir að söfnum.
Rætt var um samþykkt ríkisstjórnar frá 10. áratug síðustu aldar, um aðgangseyri að söfnum í ríkiseigu. Samþykkt var að leggja til við menntamálaráðuneyti að settur verði á fót vinnuhópur til endurskoðunar á samþykktinni í ljósi alþjóðlegrar umræðu um aðgangseyri að söfnum og niðurfellingu aðgangseyris í Bretlandi og Svíþjóð.
5. Málþing Safnaráðs um stefnumörkun í safnamálum og menningarpólitíska stefnu, haust 2005. Ákveðið var að skilgreina á næsta fundi markmið málþingsins og meginþemu til umræðu. ÓK benti á að sérstök menningarlög gilda í nágrannalöndum okkar. Rætt var um að ráðstefnan yrði tveir dagar að lengd og að líklegt að hún myndi kosta um 2 millj. kr. Gera þarf ráð fyrir ráðstefnunni í rekstraráætlun næsta árs.
6. Farskóli FÍSOS 2004. Félag íslenskra safna og safnmanna sendi bréf þar sem óskað var eftir því að Safnaráð styrkti farskóla FÍSOS á þessu ári eins og fyrri ár. Samþykkt var að neita ósk um styrk. SÁJ vék af fundi meðan málið var rætt.
7. Ársskýrsla 2003. Samþykkt var að láta prenta ársskýrslu Safnaráðs 2003 og senda safnastofnunum, ráðuneytum, þingmönnum og fjölmiðlum eintak. Frkv.stj. ráðfæri sig við Álfheiði Ingadóttur hjá Náttúrufræðistofnun varðandi prentun og útgáfu skýrslunnar.
8. Önnur mál – 1. Ársreikningur 2003. Ársreikningur 2003 var samþykktur af ráðinu og undirritaður af formanni í tveimur eintökum sem senda skal Ríkisendurskoðun.
9. Önnur mál – 2. Umsókn Draugasetursins á Stokkseyri. JGO barst umsókn frá Draugasetrinu á Stokkseyri í Safnasjóð 2005. Samþykkt var að umsóknin verður ekki tekin gild þar sem umsóknarfrestur er útrunninn. Frkv.stj. bjóði Draugasetrinu upp á mat á starfsemi m.t.t. safnalaga.
10. Næsti fundur. Ákveðið var að fara áður áætlaða vettvangsferð á Suðurland vestra þann 25. nóv. n.k. og funda sama dag á Stokkseyri eða Eyrarbakka.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 12:30/RH