27. september 2012, kl. 12:15 – 14:15, fundarherbergi í turni Þjóðminjasafns
Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór B. Runólfsson, Jenný Lind Egilsdóttir, Guðný Dóra Gestsdóttir og Ágústa Kristófersdóttir starfandi frkvstj.
1. Málefni til umræðu og ákvörðunar:
1.0. Fundargerðir 113. og 115. funda lagðar fram og undirritaðar.
1.1. Skýrsla framkvæmdastjóra:
Frestun auglýsingar: Í samráði við mennta-og menningarmálaráðuneyti var ákveðið að fresta því að auglýsa styrki skv. nýjum safnalögum þangað til eftir áramót þegar lögin hafa tekið gildi. Ársskýrslur safnasjóðs: Unnið er að því að ljúka við ársskýrslur safnasjóðs, rætt var um breytt form og drög að efnisyfirliti samþykkt. Samþykkt að ráða Þóru Björk Ólafsdóttur viðskiptafræðing til að vinna tölfærði úr umsóknargögnum áranna 2008-11. Farskóli safnmanna: Farskóli safnmanna var haldinn á Akureyri að þessu sinni og þótti takast vel. Samþykkt var á farskólanum að hann yrði á vegum höfuðsafnanna þriggja á næsta ári og þá að líkindum í Reykjavík. Höfundarréttur: HBR mun ítreka erindi sitt til mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna höfundarréttarmála. Vefsíðan www.sofn.is (Opnast í nýjum vafraglugga): Rætt var um þátttöku safnaráðs í gerð síðunnar og samþykkt að framkvæmdastjóri fylgdi verkefninu eftir með það í huga að því yrði lokið um áramót. Starf safnaráðs til áramóta: Rakel Halldórsdóttir framkvæmdastjóri safnaráðs sagði starfi sínu lausu um síðustu mánaðamót og mun því ekki snúa til baka að loknu fæðingarorlofi. Samþykkt var að framlengja ráðningu Ágústu Kristófersdóttur til 31. desember þegar safnaráð tekur við. Rætt var um starfslok sitjandi ráðs og að rétt væri að hafa síðasta fund ráðsins opinn og bjóða sérstaklega til hans fyrrverandi starfsmönnum og ráðsmönnum. Sá fundur yrði haldinn fyrstu vikuna í desember, dagskrá verður ákveðin síðar. Fundurinn verði tekinn upp og gerður aðgengilegur á vef safnaráðs.
1.2 MA ritgerð Þóru Bjarkar Ólafsdóttur, Talnasafn: Skoðaðar voru helstu niðurstöður í ritgerð ÞBÓ sem unnin var upp úr umsóknargögnum safna í safnasjóð árið 2012 og rætt um að gott væri að kynna þær á síðasta fundi sitjandi safnaráðs.
1.3 Breytingar á starfi FÍSOS. Drög að skýrslu starfshóps um breytingar á starfsemi FÍSOS kynnt og rædd. GDG gerði grein fyrir vinnunni. Ráðsmenn kynni sér málið og ef ástæða þykir til munu athugasemdir unnar og sendar milli funda.
1.4 Vettvangsferð safnaráðs 2012. Dagskrá staðfest.
2. Erindi til umræðu og ákvörðunar.
2.1 Umsóknir um rekstrarstyrki frá Safnasafninu, Veiðisafninu og Samgönguminjasafninu á Ystafelli. Afgreiðslu umsókna frestað þangað til eftir fund formanns safnaráðs með mennta- og menningarráðuneyti. Umsókn um viðbótarverkefnisstyrk vegna kerfisgerðar fyrir Sarp fyrir listasöfn. Umsókn um verkefnissstyrk upp á 2.000.000 kr samþykkt. Umsókn frá Birni G. Björnssyni um styrk vegna útgáfu bókar um sýningagerð. Umsókn hafnað en vísað á breytingar í lögum sem taka gildi um næstu áramót.
2.2. Beiðni um umsögn um stofnstyrk frá Síldarminjasafninu á Siglufirði: Safnaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
2.3 Útflutningur menningarverðmæta. Umsókn frá Guðrúnu Sveinbjarnardóttur, afgreitt milli funda eftir umsögn Þjóðminjasafns Íslands.
2.4.Útflutningur menningarverðmæta. Umsókn frá Margréti Hermanns Auðardóttur, afgreitt milli funda eftir umsögn Þjóðminjasafns Íslands og Fornleifaverndar ríkisins.
3. Næsti fundur og önnur mál.
Önnur mál:
Vettvangsverð safnaráðs ákveðin 10. október. 117. fundur ákveðinn 1. nóv.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 14:15/ÁK