Fundargerð 110. fundar safnaráðs –
22. mars 2012, kl. 12:15 – 14:15, fundarherbergi í turni Þjóðminjasafns
Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Helgi Torfason, Halldór B. Runólfsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir. Ágústa Kristófersdóttir starfandi frkv.stj.
1. Málefni til umræðu og ákvörðunar:
1.0. 1. Niðurstaða kæru Veiðisafnsins vegna úthlutunar úr safnasjóði árið 2011. Niðurstaðan var kynnt og breytingar á úthlutun sem rúmast innan gildandi úthlutunarreglna ræddar. Samþykkt að allir rekstrarstyrkir verði jafn háir og aukin áhersla verði á verkefnastyrki í samræmi við auglýsingu. Samþykkt að fá lögfræðiálit á 1. og 3. lið 10. gr. safnalaga.
2. Næsti fundur og önnur mál.
Önnur mál:
Næsti fundur, úthlutunarfundur ákvarðaður 28. mars kl 12:15.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 14:15/ÁK