Fimmtudaginn 11. janúar 2024 kl. 16.00-18.00
Staðsetning fundar: Þjóðminjasafnið, Kristjánsstofa 6.hæð
Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.
Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Þjóðminjasafn Íslands: Harpa Þórsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Hilmar Malmquist.
Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
- Úthlutunarboð vegna aðalúthlutunar 2024 og janúarfundur höfuðsafna og safnaráðs ræddur, en þessir viðburðir verða haldnir í Safnahúsinu 23. janúar kl. 14-16 svo er Úthlutunarboð safnaráðs haldið í kjölfarið kl. 16 -17 þar sem Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra afhendir styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs 2024.
- Aukaúthlutun 2023 – Menningarráðherra úthlutaði 24.800.000 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2023. 82 styrkjum var úthlutað til 37 viðurkenndra safna, 59 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds og 23 styrkir til stafrænna kynningarmála.
- Safnaráð – árið 2024 – verkefnaáætlun var kynnt
2. Mál til ákvörðunar
- Tvær skýrslur vegna eftirlits með viðurkenndum söfnum voru samþykktar, ein heimsóknarskýrsla og ein matsskýrsla.
- – umræðu var frestað til næsta fundar.
3. Önnur mál
- Ákvarðaður var fundartími 231. safnaráðsfundar.
Fundi slitið kl. 17:50/ÞBÓ