26. júní 2014, kl. 11-13. Í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands
Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Sigríður Melrós Ólafsdóttir, Anna Lísa Rúnarsdóttir, Halldór Björn Runólfsson og Ágústa Kristófersdóttir framkvst.
Fundargerð 132. fundar undirrituð.
Mál til kynningar
1. Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.
2. Staða verkefna ráðsins kynnt og yfirlit yfir rekstrarstöðu lagt fram
3. Málþing um söfn og ferðaþjónustu vor 2015 rætt, undirbúningur verði rannsókn í anda þess em nú er unnið að varðandi söfn og rannsóknarstarfsemi.
4. Málþing um rannsóknir safna – staða rannsóknar og undirbúnings kynnt. Rætt um með hvaða hætti safnaráð mun álykta um málið í kjölfar málþings. Endanleg dagskrá verður lögð fyrir á næsta fundi ráðsins. Könnunin verður aðlöguð að höfuðsöfnunum og send til forstöðumanna þeirra.
5. Minnisblað um rekstarstyrki úr safnasjóði lagt fram og rætt. Haldið verður áfram að vinna að útfærslu þess með það að markmiði að taka upp nýja aðferð við úthlutun rekstrarstyrkja úr safnasjóði árið 2016.
Mál til ákvörðunar
1. Tillaga að úthlutun úr safnasjóði, til þriggja safna, lögð fram og samþykkt og verður send mennta- og menningarmála til endanlegrar ákvörðunar. Við gerð tillögunnar var samkvæmt auglýsingu farið eftir úthlutunarreglum safnasjóðs frá 18.09.2013 og safnalögum nr. 141/2011.
Önnur mál:
1. Samþykkt að árlegur frestur til að sækja um viðurkenningu safns verði 31. ágúst. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en að lokinni næstu úthlutun úr safnasjóði.
2. Tillaga að að næsti fundur, verði haldinn 28. ágúst frá 12-14.
Fleira ekki rætt og fundi slitið 13:00/ÁK