10. apríl, 2014, kl.12:00-14:30         í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

 Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Guðbrandur Benediktsson, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Anna Lísa Rúnarsdóttir, Hilmar Malmquist og Ágústa Kristófersdóttir framkvst. Halldór Björn Runólfsson boðaði forföll.

Fundargerð 130 fundar yfirfarin og samþykkt.

Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi. Grein gerð fyrir afgreiðslu fyrirspurna um höfundarréttarmál sem er vísað áfram til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Grein gerð fyrir tveimur beiðnum um endurskoðun afgreiðslu viðurkenningar frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Sniðmát fyrir greinargerð vegna nýtingar styrkja úr safnasjóði kynnt.
  2. Úthlutun úr safnasjóði 2014 – farið var yfir helstu lykiltölur í úthlutun úr safnasjóði.
  3. Árleg skýrsla safna til safnaráðs rædd og ráðsmenn beðnir um að skoða tillögu framkvæmdastjóra og koma með ábendingar.
  4. Safnalög skoðuð með tilliti til viðfangsefna ráðsins á komandi árum. Þeirri umræðu verður haldið áfram á næsta fundi.
  5. Eftirlitshlutverk safnaráðs rætt og fyrirmyndir frá Danmörku skoðaðar.
  6. Stefnumótun safnaráðs – skil stýrihóps lögð fram. Lagt til að breyting á fyrirkomulagi stefnumótunar verði kynnt safnmönnum.

Mál til ákvörðunar

  1. Ársskýrsla safnaráðs 2013 var lögð fram og samþykkt með smávægilegum breytingum.
  2. Málþing safnararáðs um rannsóknir – drög að dagskrá lögð fram og samþykkt.
  3. Erindi frá Byggðasafni Hafnarfjarðar um frestun á nýtingu styrks. Beiðnin var samþykkt á grundvelli rökstuðnings safnsins í bréfi frá 10. mars 2014.

 Gestir á fundinum:

Fulltrúar Rekstrarfélags Sarps: Sveinbjörg Sveinsdóttir framkvæmdastjóri, Sigurður Trausti Traustason fagstjóri og Guðný Gerður Gunnarsdóttir formaður stjórnar komu á fundinn og kynntu rekstur og framtíðarsýn Sarps.

Önnur mál:

Umsókn Síldarminjasafns Íslands f.h. Sambands íslenskra sjóminjasafna í safnasjóð tekin til afgreiðslu. Umsókninni var vísað frá með tilvísun til að um er að ræða verkefni sem fellur undir fornminjasjóð skv. 42. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012

Tillaga að að næsti fundur, verði haldinn 15. maí kl. 12-14.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið 14:30/ÁK