13. febrúar, 2014, kl.12:00-14:30
í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands
Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Guðbrandur Benediktsson, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Anna Lísa Rúnarsdóttir, Anna María Urbancic í forföllum Halldórs Björns Rúnarssonarog Ágústa Kristófersdóttir framkvst. , Hilmar Malmquist boðaði forföll.
Fundargerð 127 og 128. funda yfirfarnar og samþykktar.
Mál til kynningar
1. Formaður kynnti breytingar á skipan safnaráðs. Ragna Árnadóttir hefur beðist lausnar og í hennar stað hefur Anna Sigríður Kristjánsdóttir verið skipuð af mennta- og menningarmálaráðherra án tilnefningar og er hún varaformaður ráðsins. Anna Lísa Rúnarsdóttir situr nú fundi ráðsins stöðu sinnar vegna þar sem hún gegnir nú stöðu þjóðminjavarðar í fjarveru Margrétar Hallgrímsdóttur. Þær voru boðnar velkomnar til starfa. Framkvæmdastjóri gaf yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi, móttöku umsókna í safnasjóð og vinnu við ársskýrslu og uppgjör ársins 2013 sem verður lokið fyrir næsta fund ráðsins.
2. Ákvörðun ráðherra um viðurkenningu safna var kynnt, hún var samhljóða tillögu safnaráðs frá 18. desember 2013. Bréf til safna um þessa niðurstöðu verða nú send út og listi yfir viðurkennd söfn birtur á heimasíðu ráðsins.
3. Staða stefnumótunarvinnu var skoðuð og ákveðið að fela formanni nánari útfærslu á næstu skrefum.
4. Farið var yfir verkefnaáætlun safnaráðs fyrir árið 2014, rætt var sérstaklega um mótun eftirlitshlutverks ráðsins og að ráðið skipuleggi málþing í á haustmánuðum 2014.
5. Skipulag á mati á umsóknum í safnasjóð 2014 var rætt og verða ráðsmönnum afhentar umsóknir til mats í næstu viku. Matið verður unnið í samræmi við samþykkt verklag ráðsins.
Mál til ákvörðunar
1. Tillaga að rekstraráætlun safnasjóðs 2014 lögð fram og samþykkt með fyrirvara um endanlegt uppgjör ársins 2013 og að fé verið lagt í málþing um stöðu rannsókna í söfnum á vegum ráðsins.
2. Tillaga um umsóknir í safnasjóð 2014 sem vísað verður frá samþykkt með einni breytingu.
3. Vanhæfi ráðsmanna við mat á umsóknum í safnasjóð 2014 – farið var yfir umsóknir í sjóðinn og sögðu ráðsmenn sig frá umfjöllun um þær umsóknir sem þeir telja sig vanhæfa til að fjalla um. Haraldur Þór Egilsson sagði sig frá umfjöllun um allar umsóknir, Sigríður Björk Jónsdóttir sagði sig frá umfjöllun um umsóknir safna í eigu Hafnarfjarðarbæjar og Guðbrandur Benediktsson sagði sig frá umfjöllun um umsóknir Minjasafns Reykjavíkur og ICOM. Samþykkt var að leita til varamanns HÞE um að taka þátt í mati umsókna.
4. Tillaga að afgreiðslu umsóknar um frestun á nýtingu styrks frá Byggðasafni Hafnarfjarðar lögð fram, samþykkt var að synja beiðninni vegna skorts á rökstuðningi.
Önnur mál:
Tillaga að að næsti fundur, úthlutunarfundur, verði haldinn 13. mars kl. 12-16.
Fleira ekki rætt og fundi slitið 14:30/ÁK