19. nóvember 2013, kl.12:30-14:30
í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands
Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Ragna Árnadóttir, Guðbrandur Benediktsson, Haraldur Þór Egilsson (í gegnum tölvu), Sigríður Björk Jónsdóttir, Hilmar Malmquist, Margrét Hallgrímsdóttir, Halldór Björn Runólfsson og Ágústa Kristófersdóttir framkvst.
Fundargerð 126. fundar yfirfarin og samþykkt.
Mál til kynningar
- Fréttatilkynning um ráðningu framkvæmdastjóra safnaráðs, lögð fram og samþykkt.
- Safnastefna á sviði myndlistar – Halldór Björn Runólfsson kynnti stöðu stefnumótunar LÍ. Rætt var almennt um stefnumótun höfuðsafna og safnaráðs. Samþykkt að fyrir næsta fund safnaráðs verði lögð tillaga að vinnuferli við gerð sameiginlegrar safnastefnu höfuðsafnanna.
- Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi, greint frá vinnu við umsóknareyðublað sem nú er aðgengilegt á heimasíðu ráðsins.
- Staða viðurkenningarferlis, farið yfir þau söfn sem sent hafa inn umsókn um viðurkenningu. Samþykkt að framkvæmdastjóri kalli eftir viðbótargögnum frá þeim umsækjendum sem ekki skiluðu umbeðnum gögnum og veiti frest til 29. nóvember til að skila þeim.
- Farið var yfir stöðu safnasjóðs.
- Staða stefnumótunarvinnueftir samráðsfundi með safnmönnum var kynnt. Drög að stefnumótun verða lögð fyrir á næsta fundi ráðsins.
- Kynnt að verkefnaáætlun safnaráðs 2014, verður lögð fyrir á næsta fundi ráðsins.
Mál til ákvörðunar
- Samþykkt að framlengja umsóknarfrest í safnasjóð til 31. desember.
- Tillaga að texta á merki um viðurkenningu safna lögð fram og samþykkt.
- Umsókn um breytingu á nýtingu styrks frá Minjasafni Hafnarfjarðar lögð fram. Beiðninni var hafnað. (SBH vék af fundi við meðferð málsins)
- Umsókn um breytingu á nýtingu styrks frá Náttúrufræðistofu Kópavogs lögð fram. Beiðninni var hafnað. (HM vék af fundi við meðferð málsins)
- Beiðni frá Kvikmyndasafni Íslands um að litið verði á lög nr. 137/2001 sem stofnskrá safnsins lögð fram. Samþykkt að beina þeim tilmælum til Kvikmyndasafns Íslands að það fái samþykktar viðbætur við lögin t.d. í formi reglugerðar þar sem tekin verða fram þau atriði sem upp á vantar svo lögin uppfylli skilmála safnaráðs um innihald stofnskráa.
- Beiðni frá Reykjavíkurborg um umsögn um sameiningu safna lögð fram. Samþykkt að ráðið veitti ekki umsögn um tillöguna heldur vísi á Þjóðminjasafns Íslands, höfuðsafn á sviði menningarminja. (GB vék af fundi við meðferð málsins)
- Tillaga um meðferð stofnskráa lögð fram. Samþykkt að safnaráð sjái um að láta birta stofnskrár þeirra safna sem fá viðurkenningu skv. safnalögum í B-deild stjórnartíðinda. Sá kostnaður sem tilfellur verði greiddur úr safnasjóði.
Önnur mál:
Tillaga að að næsti fundur, verði haldinn 17. desember nk. frá 12:00-16:00
HM bar fram fyrirspurn hvort safnaráð hefði fjallað um tillögu nr. 36 frá hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar um sameiningu safnastofnana. ÓK svaraði því þannig að ráðið hefði ekki gert það, það yrði ekki gert nema formleg beiðni um umsögn bærist frá stjórnvöldum.
Fleira ekki rætt og fundi slitið 14:30