7. nóvember 2013, kl. 12:00-13:00 í fundarsal hjá Capacent í Ármúla 13.
Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Guðbrandur Benediktsson og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson (varamaður Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur). Ragna Árnadóttir og Haraldur Þór Egilsson tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði. Einnig Helga Jónsdóttir frá Capacent.
Efni fundarins: Ákvörðun um ráðningu framkvæmdastjóra Safnaráðs.
a. Formaður byrjaði á að fara yfir gang málsins: Í samvinnu við starfsfólk Capacent tóku allir ráðsmenn safnaráðs virkan þátt í vinnu og ákvörðunum í öllu ferlinu. Fram kom að allir fundarmenn voru ánægðir með ferlið í heild.
b. Auglýsing um starfið birtis í lok september. 44 umsóknir bárust, ellefu þeirra uppfylltu allar kröfur skv. auglýsingu. Sex umsækjendur voru boðaðir í viðtöl, tveir úr þeim hópi komu best út og voru boðaðir í framhaldsviðtöl.
c. Rætt var um þessa tvo umsækjendur og gerðu fundarmenn grein fyrir sínu mati. Í kjölfar þess og með vísan í umsóknir og rökstuðning (sjá fylgigögn), gerði formaður tillögu um að Ágústa Kristófersdóttir yrði ráðin framkvæmdastjóri safnaráðs, var það samþykkt einróma.
d. Í kjölfarið var formanni og Helgu Jónsdóttur falið að ganga frá málinu og tilkynna til hlutaðeigandi.
Fundi slitið 13.00 – GB