11. maí, 12:00-14:00 í Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Ragna Árnadóttir, Guðbrandur Benediktsson, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Halldór Björn Runólfsson forstöður Listasafns Íslands og Ágústa Kristófersdóttir frkvstj.

1.      Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi:

  1. Farið var yfir breytingar á fyrirkomulagi safnamála í kjölfar tilfærslu verkefna milli ráðuneyta.
  2. HÞE kynnti vinnu stefnumótunarhóps. Samþykkt að stefnumótunarhópur skili drögum til safnaráðs í desember. HBR tilkynnti að Safnastefna á sviði Listasafna verði tilbúin í september.
  3. Farið var yfir úrskurð þóknananefndar mennta- og menningarmálaráðuneytis um greiðslur fyrir setu í safnaráði.

2.      Farið var yfir skilmála safnaráðs vegna viðurkenningar safna, þeir samþykktir. Samþykkt að leggja skilmálana fyrir mennta- og menningarmálaráðherra sem setur reglugerð um framkvæmd safnalaga.

3.      Önnur mál:

  1. Rætt um auglýsingu um stöðu framkvæmdastjóra safnaráðs.

 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 14:00/ÁK