17. maí, 10:30-12:45 í Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Guðbrandur Benediktsson, Haraldur Þór Egilsson (í gegnum síma), Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Anna María Urbancic staðgengill forstöðumanns Listasafns Íslands og Ágústa Kristófersdóttir frkvstj. Ragna Árnadóttir boðaði forföll

1.      Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi. Farið var yfir úthlutun ráðherra úr safnasjóði. Greint frá undirritun þjónustusamnings milli safnaráðs og Þjóðminjasafns Íslands um leigu á húsnæði sem gildir til næstu áramóta.

2.      Rætt var um breytingar á merki safnaráðs og útfærslu á því til notkunar sem merki fyrir viðurkennd söfn, framkvæmdastjóra falið að fá tillögur frá hönnuði.

3.      Farið var yfir hlutverk höfuðsafna og stöðu þeirra gagnvart safnaráði, viðurkenndum söfnum og ábyrgðarsöfnum. Rætt var um mikilvægi stefnumótunar og  þeim tilmælum beint til Listasafns Íslands að það uppfylli hlutverk sitt skv. 8. gr. safnalaga um samræmda safnastefnu á sínu sviði. Mikilvægi þess að öll stefnumótun á sviðinu sé unnin í samvinnu var rætt. Samþykkt var að samstarf höfuðsafna við önnur söfn verði meðal þess sem starfshópur safnaráðs um stefnumótun á sviði safnamála tekur fyrir.

4.      Farið yfir stöðu mála varðandi viðurkenningarferli. Samþykkt að viðmið um fjárhagsgrundvöll fyrir eðlilega starfsemi safns teljist vera að safnið hafi bolmagn til að greiða 100% stöðugildi launaðs, faglegs starfsmanns auk annara rekstrarþátta. Samþykkt að söfn hafi þriggja ára svigrúm til að laga sig að þessu viðmiði.

5.      Grein gerð fyrir yfirferð stofnskráa og staðfestingu þeirra.

6.      Minnisblað um starfsemi skyldra stofnana á Norðurlöndum kynnt.

7.      Samþykkt að fela framkvæmdastjóra með aðstoð ráðsmanna að skoða samráð og stefnumörkun á sviði menningar og ferðaþjónustu.

8.      Samykkt að starf framkvæmdastjóra safnaráðs verði auglýst laust til umsóknar í september en ráðningartíma núverandi framkvæmdastjóra lýkur 31. desember n.k.

9.      Önnur mál:

a.      Samþykkt að beina þeim tilmælum til forstöðumanna höfuðsafna að þeir tilnefni staðgengla til setu á fundum safnaráðs séu þeir forfallaðir.

 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 12:45/ÁK