18. apríl 2013
Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Ragna Árnadóttir, Guðbrandur Benediktsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Haraldur Þór Egilsson (í gegnum síma) og Ágústa Kristófersdóttir frkvstj.
1. Hæfi ráðsmanna skoðað þar sem GB, HÞE og SBJ vöktu athygli formanns á mögulegu vanhæfi sínu samkv. 3. mgr. 5. gr stjórnsýslulaga. HÞE vék af fundi þar sem hann taldi að vafi léki á hæfi hans við að taka þátt í afgreiðslu málsins með vísan til 6. töluliðar 3.gr. stjórnsýslulaga.
2. Úthlutun ársins 2013. GB vék af fundi við málsmeðferð umsókna Minjasafns Reykjavíkur og Rannsóknarseturs í Safnafræði. SBJ vék af fundi við málsmeðferð umsókna Hafnarborgar og Byggðasafns Hafnarfjarðar. Tillaga að úthlutun úr safnasjóði fyrir árið 2013 samþykkt og verður hún send ráðherra mennta- og menningarmála til endanlegrar ákvörðunar. Við gerð tillögunnar var samkvæmt auglýsingu stuðst við úthlutunarreglur safnasjóðs frá 19. júlí 2010 og safnalög nr. 141/2011.
3. önnur mál
fundi slitið 16:30 / ÁK