20. mars 2013, 13-15 í Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Ragna Árnadóttir, Guðbrandur Benediktsson, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Ágústa Kristófersdóttir frkvstj. Halldór B. Runólfsson forstöðumaður Listasafns Íslands boðaði forföll

  1. Viðurkenning safna, farið yfir drög að gátlista og tímaramma. Samþykkt að opnað verði fyrir umsóknir um viðurkenningu 1. júní og síðasti umsóknardagur til að umsókn verði tekin fyrir á árinu 2013 verði 15. september.
  2. Stofnskrár safna, farið yfir gátlista vegna stofnskráa safna. Samþykkt að auglýst verði eftir stofnskrám til yfirferðar og staðfestingar 1. apríl, með auglýsingu í dagblöðum auk póstlista og á vef. Staðfest stofnskrá er forsenda þess að safn geti sótt um viðurkenningu.
  3. Skipun starfshóps um stefnumótun. Samþykkt að höfuðsöfnin þrjú ásamt námsbraut í safnafræði verði beðin um að skipa fulltrúa í starfshóp safnaráðs sem vinni að stefnumótun um safnastarf í samræmi við b-lið 7.gr safnalaga. Fulltrúar safnaráðs eru HÞE og ÁK sem leiðir starfið. Hópurinn skili drögum til ráðsins snemma árs 2014.
  4. Fundaáætlun safnaráðs. Samþykkt að fundarboð verði send út skv. áætlun.
  5. Önnur mál:
    1. Mögulegt vanhæfi ráðsmanna við úthlutun úr safnasjóði, RÁ skoðar málið fyrir næsta fund.
    2. Rannsóknarsetur í safnafræði: GB fulltrúi safnaráðs í stjórn RS gerði grein fyrir fundi í stjórninni og starfi setursins.
    3. Norrænt samstarf: ÁK tekur saman minnisblað yfir systurstofnanir á Norðurlöndunum.
    4. Vorfundur Þjóðminjasafns 8. apríl n.k.: ÁK mætir á fundinn fyrir hönd safnaráðs og fjallar stuttlega um þá þætti viðurkenningarferlis sem ráðið hefur þegar samþykkt.
    5. GB kynnti fund ICOM nord sem haldinn verður í Reykjavík 6.-8. júní.
    6. Næsti fundur safnaráðs, úthlutunarfundur verður boðaður 18. apríl frá 12-16.

 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 15:00/ÁK