20. mars 2013, 13-15 í Þjóðminjasafni Íslands
Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Ragna Árnadóttir, Guðbrandur Benediktsson, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Ágústa Kristófersdóttir frkvstj. Halldór B. Runólfsson forstöðumaður Listasafns Íslands boðaði forföll
- Viðurkenning safna, farið yfir drög að gátlista og tímaramma. Samþykkt að opnað verði fyrir umsóknir um viðurkenningu 1. júní og síðasti umsóknardagur til að umsókn verði tekin fyrir á árinu 2013 verði 15. september.
- Stofnskrár safna, farið yfir gátlista vegna stofnskráa safna. Samþykkt að auglýst verði eftir stofnskrám til yfirferðar og staðfestingar 1. apríl, með auglýsingu í dagblöðum auk póstlista og á vef. Staðfest stofnskrá er forsenda þess að safn geti sótt um viðurkenningu.
- Skipun starfshóps um stefnumótun. Samþykkt að höfuðsöfnin þrjú ásamt námsbraut í safnafræði verði beðin um að skipa fulltrúa í starfshóp safnaráðs sem vinni að stefnumótun um safnastarf í samræmi við b-lið 7.gr safnalaga. Fulltrúar safnaráðs eru HÞE og ÁK sem leiðir starfið. Hópurinn skili drögum til ráðsins snemma árs 2014.
- Fundaáætlun safnaráðs. Samþykkt að fundarboð verði send út skv. áætlun.
- Önnur mál:
-
- Mögulegt vanhæfi ráðsmanna við úthlutun úr safnasjóði, RÁ skoðar málið fyrir næsta fund.
- Rannsóknarsetur í safnafræði: GB fulltrúi safnaráðs í stjórn RS gerði grein fyrir fundi í stjórninni og starfi setursins.
- Norrænt samstarf: ÁK tekur saman minnisblað yfir systurstofnanir á Norðurlöndunum.
- Vorfundur Þjóðminjasafns 8. apríl n.k.: ÁK mætir á fundinn fyrir hönd safnaráðs og fjallar stuttlega um þá þætti viðurkenningarferlis sem ráðið hefur þegar samþykkt.
- GB kynnti fund ICOM nord sem haldinn verður í Reykjavík 6.-8. júní.
- Næsti fundur safnaráðs, úthlutunarfundur verður boðaður 18. apríl frá 12-16.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 15:00/ÁK