19. febrúar 2013, 12-14:30 í Þjóðminjasafni Íslands
Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Guðbrandur Benediktsson, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Halldór B. Runólfsson forstöðumaður Listasafns Íslands og Ágústa Kristófersdóttir frkvstj. (fjarverandi: Ragna Árnadóttir)
1.1. Ný safnalög; formaður kynnti ný safnalög.
1.2. Skýrsla framkvæmdastjóra: aðstaða og dagleg starfsemi safnaráðs kynnt.
1.3. Úthlutun 2013: formaður lagði fram svo hljóðandi tillögu um fyrirkomulag úthlutunar árið 2013.
- úthlutunarreglur safnasjóðs frá árinu 2010 verði látnar gilda til bráðabirgða árið 2013
- lögð verði höfuð áhersla á úthlutun verkefnastyrkja til safna í stað rekstrarstyrkja .
- að hækkun rekstrarstyrkja vegna þjónustusamninga verði hætt en tillit tekið til samningsbundinna samstarfsverkefna við ákvörðun rekstrarstyrkja.
- að úthlutun ferðastyrkja verði hætt.
Tillagan var samþykkt.
1.5. Tímaáætlun vegna úthlutunar: samþykkt að umsóknarfrestur í safnasjóð verði til 26. mars 2013 og að tillögu um úthlutun úr sjóðnum verði skilað til ráðherra fyrir 30. apríl.
1.4. Fjárhagsáætlun 2013: kynnt og samþykkt.
2.1 Umsóknir um frestun / breytingu á nýtingu verkefnisstyrkja: farið yfir umsóknir og þær afgreiddar.
3. Önnur mál: Þjóðminjasafni Íslands voru færðar hamingjuóskir í tilefni af 150 ára afmæli safnsins 24. febrúar n.k.
120. fundur – fundartími ákveðinn milli funda
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 14:30/ÁK