7. MAÍ, 2012

KL. 12:15 – 14:15, FUNDARHERBERGI Í TURNI ÞJÓÐMINJASAFNS

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Helgi Torfason, Halldór B. Runólfsson, Jenný Lind Egilsdóttir og Ágústa Kristófersdóttir starfandi frkv.stj. Guðný Dóra Gestsdóttir boðaði forföll.

 

1. Málefni til umræðu og ákvörðunar:

1.0. Fundargerðir 109., 110., 111., 112.  funda samþykktar og undirritaðar.

1.1.  Skýrsla framkvæmdastjóra:

Ályktun ICOM um Náttúruminjasafn  Íslands og Listasafn Íslands. Málið rætt. Eftirfylgni við úthlutun. Ákveðið að fresta lokaúthlutun til 114. fundar safnaráðs. Ákveðið að ganga frá greiðslu rekstrarstyrks til Veiðisafnsins vegna umsóknar fyrir árið 2011. Heimasíða í vinnslu: Hönnun og uppsetning á nýrri heimasíðu safnaráðs er í vinnslu og verður lokið fyrir 1. júlí n.k. Hönnunin verður einföld og verður hún lögð fyrir á næsta fundi. Samningur við Íslandsstofu vegna söfn.is: Drög að samningi kynnt. Námskeið á vegum Tollstjóra. Gerð grein fyrir námskeiði fyrir tollverði um útflutning menningarverðmæta. Staða mála á Höfn í Hornafirði: Flutningur Gömlubúðar og lokun byggðasafnsins á Höfn rædd, ákveðið að formaður og framkvæmdastjóri fari til Hafnar og kanni aðstæður. Ríkharðssafn á Djúpavogi.  Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir samskiptum við fulltrúa Djúpavogshrepps vegna stofnunar Ríkharðssafns. Vinna safnaráðs til áramóta. Ákveðið að fresta auglýsingu styrkja til 1. september og vera áfram í sambandi við ráðuneytið um yfirvofandi breytingar.

1.2 Ferðastyrkir. Ákveðið að auglýsa ferðastyrki með sama hætti og undanfarin ár.

2. Erindi til umræðu og ákvörðunar.

2.1. Beiðni um tímabundinn útflutning menningarverðmæta frá Listasafni Íslands og Listasafni ASÍ.  Safnaráð gerir ekki athugasemdir við tímabundinn útflutning listaverkanna.

2.2. Staðfesting stofnskrár Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi. Frestað til næsta fundar.

3. Næsti fundur og önnur mál.

Önnur mál: Helgi Torfason kvaddur. Safnaráð kvaddi Helga Torfason forstöðumann Náttúruminjasafns Íslands og þakkaði honum góð störf á liðnum árum. Margrét Hallgrímsdóttir tekur við sem settur forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands til áramóta og frá næsta ári tekur hún við hlutverki forstöðumanns Þjóðmenningarhúss. Margrét gerði grein fyrir þessum breytingum og greindi frá því að senda ætti stefnumótun um NÍ úr mennta- og menningarmálaráðuneyti til safnaráðs til umfjöllunar.

Næsti fundur ákveðinn 14. júní kl 12:15.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 14:15/ÁK