14. JÚNÍ, 2012

KL. 12:15 – 14:15, FUNDARHERBERGI Í TURNI ÞJÓÐMINJASAFNS

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór B. Runólfsson, Jenný Lind Egilsdóttir, Guðný Dóra Gestsdóttir og Ágústa Kristófersdóttir starfandi frkvstj.

 1. Málefni til umræðu og ákvörðunar:

1.0. Fundargerð 113.  rædd, frestað til næsta fundar.

1.1.  Skýrsla framkvæmdastjóra:

Vefsíða safnaráðs. Hönnun nýrrar vefsíðu skoðuð, smávægilegar athugasemdir við uppsetningu. Rætt um umsóknareyðublað sem verður lagt fyrir á fundi safnaráðs 23. ágúst n.k.

Eftirfylgni við úthlutun. Ákveðið að formaður safnaráðs biðji um fund með ráðuneytisstjóra og lögfræðingi í mennta-og menningarmálaráðuneyti. Drög að bréfi til ráðuneytis samin. Samræmd safngestakönnun. Þau söfn sem vilja geta fengið könnunina senda á íslensku og ensku og aðlagað hana að sínum þörfum. Verklagsreglur tollstjóra. Nýjar verklagsreglur um útflutning menningarverðmæta frá Tollstjóra kynntar, reglunum fagnað. Bruun og Rasmussen. Útflutningur menningarverðmæta til uppboðs í Danmörku, framkvæmdastóri safnaráðs ásamt Ólafi Inga Jónssyni forverði fóru yfir þá gripi sem fluttir voru úr landi og þar var ekkert sem ástæða þótti til að halda eftir eða gera athugasemdir við. Safnaráð varðveitir gögn um það sem flutt var út en mun í framhaldinu biðja Bruun og Rasmussen um að breyta verklagi sínu og gera betri lista um það sem þeir sækjast eftir að flytja út. Höfundarréttarmál. Bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis kynnt. Staða mála á Höfn í Hornafirði. MH gerði grein fyrir heimsókn til Hafnar í Hornafirði þar sem flutningur gripa úr Gömlubúð og lokun sýningar minjasafnsins var til umfjöllunar. Ríkharðssafn á Djúpavogi. Ákveðið að fresta umfjöllun um stofnskrár þangað til ný safnalög hafa tekið gildi um næstu áramót. Námsráðsfundur. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundi í námsráði námsbrautar í safnafræði. Íslenski safnadagurinn. Ákveðið að safnaráð greiði fyrir samlesnar auglýsingar á rúv og að upplýsingum um dagskrá safna verði safnað saman á heimasíðu safnaráðs. Framkvæmdastjóri sendir út fréttatilkynningar varðandi daginn og fylgir þeim eftir við fjölmiðla.

1.2 Ársskýrslur safnaráðs.  Ákveðið að einfalda form árskýrslna safnaráðs og ljúka skýrslugerð fyrir lok sumars.

1.3 Verkefni starfsnema kynnt. Verkefni sem Þóra Björk Ólafsdóttir vann í starfsnámi hjá safnaráði kynnt. Ákveðið að bjóða umfjöllun um verkefnið fram sem innlegg á farskóla safnmanna í haust, safnaráð mun greiða kostnað Þóru ef af verður.

2. Erindi til umræðu og ákvörðunar.

2.1 Umsóknir um rekstrarstyrki frá Safnasafninu, Veiðisafninu og Samgönguminjasafninu á Ystafelli. Afgreiðslu umsókna frestað þangað til eftir fund formanns safnaráðs með mennta- og menningarráðuneyti. Umsóknir um verkefnisstyrki frá Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Árnesinga og Náttúrustofu Kópavogs. Umsóknir afgreiddar – sjá sérstakt fylgiskjal um úthlutun safnaráðs árið 2012.

2.2. Staðfesting stofnskrár Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi. Umfjöllun um stofnskrár frestað þar til ný safnalög hafa tekið gildi um næstu áramót.

2.3 Beiðni um útflutning sýna af tannsteini frá Byggðasafni Skagfirðinga. Beiðni um umsögn send Þjóðminjasafns Íslands og Fornleifaverndar Íslands, afgreitt í samræmi við umsagnir milli funda.

3. Næsti fundur og önnur mál.

Önnur mál: Erindi frá Listasafni Íslands um tímabundinn útflutning verka eftir Ásgrím Jónsson og Þórarinn B Þorláksson til sýningar í Hollandi og Þýskalandi. Samþykkt af safnaráði og sent mmrn. til ákvörðunar.  Umræða um varðveislu íslenskra kvikmynda. Þarf að taka málið til nánari skoðunar.

Næsti fundur ákveðinn 23. ágúst kl 12:15.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 14:15/ÁK