23. ÁGÚST, 2012

KL. 12:15 – 14:15, FUNDARHERBERGI Í TURNI ÞJÓÐMINJASAFNS

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór B. Runólfsson, Jenný Lind Egilsdóttir, Guðný Dóra Gestsdóttir og Ágústa Kristófersdóttir starfandi frkvstj.

 1. Málefni til umræðu og ákvörðunar:

1.0. Fundargerð 114.  lögð fram og undirrituð.

1.1.  Skýrsla framkvæmdastjóra:

Vefsíða safnaráðs. Nýtt útlit síðunnar kynnt og skoðað. Samþykkt að starfandi framkvæmdastjóri fari á námskeið hjá Hugsmiðjunni í Eplica umsjónarkerfinu við fyrsta tækifæri. Rætt um fréttir á heimasíðu og upplýsingaþjónustu við safnmenn. Eftirfylgni við úthlutun. Rætt um eftirfylgni við úthlutun úr safnasjóði árið 2012, beðið er eftir fundi formanns með fulltrúm mennta og menningarmálaráðuneytis áður en gengið verður endanlega frá úthlutun ársins. Íslenski safnadagurinn. Almenn ánægja með Íslenska safnadaginn sem tókst vel og fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum.

1.2 Umsóknareyðublað í safnasjóð 2013.  Ákveðið að einfalda form umsóknareyðublaðs, það verður hér eftir hægt að hlaða því niður, vista og prenta.

1.3 Fjárhagsáætlun ársins 2012. Drög að áætlun kynnt, yfirfarin og samþykkt. Samþykkt að skoða hvaða verkefni er nauðsynlegt að vinna áður en nýtt ráð tekur við um næstu áramót.

1.4 Vettvangsferð safnaráðs 2012. Tillaga um ferð í Dali og á Strandir lögð fram. Samþykkt að kanna möguleika á ferð 10. október. Samþykkt að taka tilboði Bus4u í ferðina.

2. Erindi til umræðu og ákvörðunar.

2.1 Umsóknir um rekstrarstyrki frá Safnasafninu, Veiðisafninu og Samgönguminjasafninu á Ystafelli. Afgreiðslu umsókna frestað þangað til eftir fund formanns safnaráðs með mennta- og menningarráðuneyti. Halldór B. Runólfsson sendi forstöðumanni Safnasafnsins bréf þar sem farið er yfir samskipti þeirra.Umsóknir um verkefnisstyrki frá ICOM og FÍSOS vegna Íslensku safnaverðlaunanna:Vísað til næstu úthlutunar úr sjóðnum.

2.2. Erindi frá Mótórhjólasafninu:  Uppfyllir ekki skilyrði fyrir styrkveitingu úr safnasjóði. Bent á umsóknarfrest í safnasjóð fyrir árið 2013.

2.3 Erindi frá Sveinssafni. Ekki er hægt að verða við beiðni Sveinssafns um skoðun á viðurkenningu fyrr en ný safnalög hafa tekið gildi.

3. Næsti fundur og önnur mál.

Önnur mál: Rætt um starfshóp á vegum FÍSOS sem vinnur úttekt vegna nýrra safnalaga.

Næsti fundur ákveðinn 27. september kl 12:15.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 14:15/ÁK