13. mars, 2014, kl.12:00-16:15

í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

 Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Sigríður Melrós Ólafsdóttir og  Ágústa Kristófersdóttir framkvst.

Fundargerð 129. fundar yfirfarin og samþykkt.

Mál til ákvörðunar

1.       Tillaga um fræðsluefni um umsóknir í sjóði samþykkt. Framkvæmdastjóra falið að útbúa þrepaskipta fræðsluáætlun. Fyrsti liður hennar verði fræðslufundur haustið 2014 fyrir mögulegu umsækendur í sjóðinn um uppbyggingu og innihald umsókna ásamt því að kynna möguleika á öðrum sjóðum sem veita verkefnastyrki til menningarmála. Næstu skerf verði handbók um umsóknir og vefsvæði sem býður upp á gagnvirk samskipti.

 2.       Tillaga um frávísun umsóknar Listasafns Íslands í safnasjóð samþykkt með tilvísun til 4. mgr. 22. gr safnalaga nr. 141/2011.

3.       Tillaga að úthlutun úr safnasjóði samþykkt og verður send mennta- og menningarmála til endanlegrar ákvörðunar. Við gerð tillögunnar var samkvæmt auglýsingu farið eftir úthlutunarreglum safnasjóðs frá 18.09.2013 og safnalögum nr. 141/2011.

Önnur mál:

Tillaga að að næsti fundur verði haldinn 10. apríl kl. 12-14 og að fulltrúa rekstrarfélags Sarps verði boðið til fundarins til að kynna starfsemi Sarps fyrir ráðsmönnum.

 Fleira ekki rætt og fundi slitið 16:15/ÁK