Miðvikudaginn 9. október 2024 kl. 15.00-17.00
Staðsetning fundar: Austurstræti 5, 4.hæð

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.

Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Hilmar Malmquist, fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands: Harpa Þórsdóttir.

Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.

1.   Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. M.a. var rætt um dagskrá haustferðar safnaráðs.
  2. Fjárveitingar næsta árs. Safnasjóður sér fram á 30 milljón króna niðurskurð frá fyrra ári, en niðurskurður er tvöfaldur, bæði á menningarsjóði almennt, svo á fjárlagaliðinn sjálfan. Hefur framkvæmdastjóri bæði sent erindi á ráðuneytið og svo sótt fund með skrifstofustjóra menningarmála og á þessu stigi er ráðuneytið að skoða málið.
  3. Leiðbeiningar um gerð viðbragðsáætlunar. Þar sem forvarnir og viðbragðsáætlanir eru nú í brennidepli hefur safnaráð í samstarfi við Nathalie Jacqueminet forvörð, útbúið leiðbeiningar um gerð viðbragðsáætlana samhliða fjarnámskeiðum sem öllum viðurkenndum söfnum stendur til boða. En á heimasíðu safnaráðs má nálgast gagnlegar upplýsingar t.a.m. eyðublað sem hægt er að nota til viðmiðunar um hvernig viðbragðsáætlun geti komið til með að líta út ásamt gátlista og ítarlegum leiðbeiningum.
  4. Farskóli safnafólks var haldinn á Akureyri 2.-4. október síðastliðinn og var Safnaráð með þrjá viðburði;
    1. október, kl. 14:00-14:30: Safnaráð aðgerðaráætlun & heimsmarkmiðin.
      Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs
    2. október, kl. 10:45-11.00:   MOI – sjálfsmat fyrir söfn.     
      Klara Þórhallsdóttir, Safnaráði
    3. október, 10:00 – 11:30: Vinnustofa og kynning á viðbragðsáætlunum safna
      Safnaráð – Þóra Björk Ólafsdóttir, Klara Þórhallsdóttir, Nathalie Jacqueminet og Björk Hólm
  5. Ráðstefna Bláa skjaldarins í Rúmeníu. Klara sótti ársþing og ráðstefnu alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins daganna 9.-12. september sl. fyrir hönd safnaráðs. Ráðstefnan var haldin í Búkarest í Rúmeníu í samstarfi við Minjastofnun Rúmeníu (the Romanian National Institute for Heritage) en yfirskrift hennar var Shielding the Past: 70 years of the Hague Convention í tilefni af 70 ára afmæli Haag-samnings UNESCO frá 1954 um vernd menningarverðmæta komi til vopnaðra átaka. Klara fór ásamt formanni landsnefndar Bláa Skjaldarins á Íslandi, Heiðar Lind Hansson. Fróðleg og gagnleg ráðstefna þar sem landsnefndir um allan heim kynntu stöðu mála í sínu heimalandi, rætt var um Haag-sáttmálann frá 1954 og hvernig mætti útfæra og framkvæma inntak sáttmálans með sérstakri áherslu á að vinna viðbragðsáætlanir sem var einkar gagnlegt fyrir verkefni safnaráðs um þessar mundir.
  6. Harpa Þórsdóttir, þjóðminjavörður sagði frá fundi norrænna þjóðminjavarða sem hún sótti.
  7. Safnaráð flutti búferlum í lok september á fjórðu hæðina í Austurstræti 2. Þar á hæðinni eru auk skrifstofu ráðsins, Listahátíð í Reykjavík, Sviðslistamiðstöð, List fyrir alla, Myndlistamiðstöð og Bókmenntamiðstöð.

2.  Mál til ákvörðunar

– engin mál til ákvörðunar

3.  Önnur mál

  • Næsti safnaráðsfundur ákveðinn.
  • Rædd var staða eftirlitsmála
  • Yfirferð á vefsíðu safnaráðs rædd.
  • Rætt var um ráðstefnu í Listasafni Reykjavíkur í haust í samstarfi við Bifröst, um stefnur safna og menningarstofnana og þátttöku safnaráðs í henni

Fundi slitið kl. 17:00/ÞBÓ