Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 kl. 15.00-17.00
Staðsetning fundar: Safnahúsið, Hverfisgötu

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.

Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Ragnhildur Guðmundsdóttir, fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands: Harpa Þórsdóttir.

Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.

1.   Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi
  2. Kynning á gerð tölfræðiskýrslu frá 2016-2023. Gögn fyrir árin 2018-2022 eru komin inn og kynntar nokkrar niðurstöður vegna þeirra. Ræddir voru möguleikar á birtingu gagnasafns á vef ráðsins og verður það skoðað.
  3. Sagt var frá stöðu verkefnis um viðbragðsáætlanir viðurkenndra safna. Vegna þessa verkefnis sækir Klara ársfund alþjóðlega Bláa skjaldarins í Rúmeníu september næstkomandi, þar sem fundurinn er tileinkaður 70 ára afmæli Haag-sáttmálans. Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur óskað eftir skýrslu frá safnaráði og öðrum íslenskum þátttakendum í kjölfarið.
  4. Samráðsfundur með ráðherra – kynntar voru hugmyndir að formi fundar, mögulegum dagsetningum og fundargestum.
  5. Rætt var um haustferð ráðsins.

2.  Mál til ákvörðunar

  1. Ársskýrsla safnaráðs 2023 lögð fram – verður samþykkt á milli funda

3.  Önnur mál

  • Næsti safnaráðsfundur ákveðinn.
  • Rædd var staða eftirlitsmála.
  • Yfirferð á vefsíðu safnaráðs rædd.
  • Rætt var um ráðstefnu í Listasafni Reykjavíkur í haust í samstarfi við Bifröst, um stefnur safna og menningarstofnana og þátttöku safnaráðs í henni.

Fundi slitið kl. 17:00/ÞBÓ