Starfsfundur á Akureyri og kynnisferð á söfn í Eyjafirði
Mánudagurinn 3. júní – vettvangsferðir á söfn í Eyjafirði
Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Hilmar Malmquist og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Sigríður Björk Jónsdóttir og Harpa Þórsdóttir komust ekki.
Heimsótt voru:
- Listasafnið á Akureyri
- Flugsafnið á Akureyri
- Iðnaðarsafnið á Akureyri
- Safnasafnið á Svalbarðsströnd
Þriðjudagurinn 4. júní 2019, kl. 9.00 – 16.00
Staðsetning: Minjasafnið á Akureyri og Hótel KEA, Akureyri
Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Hilmar Malmquist og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.
Fundur hófst með kynningu á starfsemi Minjasafnsins á Akureyri, bæði í Davíðshúsi og á safninu sjálfu.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
- Framkvæmdastjóri fór yfir hlutverk safnaráðs samkvæmt gr. safnalaga nr. 141/2011 og stöðu verkefna sem tengjast hverju hlutverki fyrir sig.
- Umræða um stefnumörkun safnaráðs um safnastarf sem unnin er í samvinnu við höfuðsöfn (sjá b-lið 7. gr. safnalaga). Rætt um áhersluþætti í stefnumörkunarvinnunni. Umræðu verður fylgt eftir á næsta safnaráðsfundi og áætlað er að vinnulota verði í nóvember næstkomandi.
Safnaráð og höfuðsöfnin eru að undirbúa þá vinnu sem verður unnin með ráðgjöf Sjá ráðgjafar. Tilboð fært til samþykktar sem liður 2.3. - Í lok maí varð safnaráði kunnugt um að í lið C-14 í byggðaáætlun 2018-2024 sem var samþykkt í júní á síðasta ári, að veittar eru 22,5 milljónir króna í að efla safnastarf í landinu. Mennta- og menningarmálaráðuneyti sendi Landshlutasamtökum sveitarfélaga bréf vegna þess og þar sem þeim er boðið að gera „fýsileikakönnun um aukið samstarf eða sameiningu safna á sínu svæði í samstarfi og samráði við höfuðsafn og viðurkennt safn með vísan til 13. gr. safnalaga, nr. 141/2011, auk safnaráðs. Árangur af verkefninu verði mældur í fjölda safna sem hefja samstarf eða sameinast.“ (tilvitnun úr bréfinu). Safnaráð ræddi um þetta mál í samhengi við ákvæði safnalaga, fært til samþykktar sem liður 2.4.
- Matsskýrsla starfshóps um viðurkenningu og styrktegundir kynnt og drög að tillögum hópsins lagðar fram. Tillögurnar ræddar og breytingar á þeim lagðar til, matsskýrslan og tillögur verða lagðar fram til samþykktar á næsta safnaráðsfundi.
- Verkefni safnaráðs frá hausti 2019 – lok árs 2020 rædd. Fært til samþykktar sem liður 2.5.
- Önnur mál til kynningar sem rædd voru
- Kynningar safnaráðs á farskóla 2019
- Starfsmat og áhrif á faglegt starf á söfnum
- Öryggis- og björgunaráætlun frá Byggðasafni Skagfirðinga. Fært til samþykktar sem liður 2.6
2. Mál til ákvörðunar
- Nýtingaskýrslur styrkja frá 2017 samþykktar
Rekstrarstyrkir. Nú er fyrsta árið sem styrkþegar hafa þurft að skila skýrslum vegna rekstrarstyrkja og er það vegna rekstrarstyrkja 2017. 38 söfn fengu rekstrarstyrk og 38 skýrslur hafa borist. Safnaráð staðfesti móttöku 38 skýrslna.
Verkefnastyrkir. Árið 2017 voru veittar 72.229.000 kr. til 86 verkefna í aðalúthlutun og samkvæmt safnalögum eiga styrkþegar að skila skýrslum um nýtingu styrkjanna innan tveggja ára. 80 skýrslur um nýtingu verkefnastyrkja 2017 hafa borist, skila þarf uppfærðri skýrslu vegna 2ja verkefna, eitt safn fékk frest á skilum vegna eins verkefnis vegna veikinda (verkefni þó lokið), þrír fengu frest um nýtingu styrks eða hafa sótt um frest. Safnaráð staðfesti móttöku 80 skýrslna.
Símenntunarstyrkir. 35 símenntunarstyrkir voru veittir 2017. 33 skýrslur hafa borist og 2 styrkir afþakkaðir. Safnaráð staðfesti móttöku 33 skýrslna. - Frá og með styrkárinu 2018 skila styrkþegar verkefnastyrkja áfangaskýrslu til safnaráðs vegna þeirra styrkja sem eru 1.500.000 kr. eða hærri. 23 verkefni fengu hærri styrk en 1.500.000 kr. árið 2018. Einn styrkur var afþakkaður og verður það fjármagn nýtt til aukaúthlutunar 2019. 1 styrkur afþakkaður, 7 Lokaskýrslur hafa borist (þá þarf ekki að skila áfangaskýrslu), 14 áfangaskýrslur hafa borist og einni skýrslu hefur ekki verið skilað vegna fría safnstjóra. Safnaráð staðfesti móttöku 7 lokaskýrslna og 14 áfangaskýrslna.
- Vegna liðs 1.3. Tilboð frá Sjá ráðgjöf vegna ráðgjafar vegna stefnumörkunar í safnastarfi samþykkt.
- Vegna liðs 1.4. Samþykkt að safnaráð og höfuðsöfnin munu senda bréf til ráðuneytis vegna þessa máls og því mun fylgja fyrri bréf um ábyrgðarsöfn frá safnaráði og MMRN.
- Vegna liðs 1.6, vegna verkefna frá hausti 2019 – loka 2020. Safnaráð samþykkti að halda málþing vor eða haust 2020 um náttúruarfinn og verndum hans með vísan í 1. mgr. 1. gr. og 2. mgr. 3. gr. safnalaga. Samþykkt að safnaráð leiti leiða að kynna og taka saman þá erlendu sjóði sem söfn geta sótt um í. Óskað verður eftir samstarfi við aðila innan safnastarfsins vegna þessa.
3. Önnur mál
Önnur mál ekki rædd.
Fundi slitið 15.50 / ÞBÓ