Um Safnaráð

Meginhlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Safnasjóður

Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna sem falla undir safnalög. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna og samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis.

Viðurkennd söfn

Safnaráð setur skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf sem söfn verða að uppfylla til að fá viðurkenningu safnaráðs.

Fréttir og tilkynningar

Aðalúthlutun safnasjóðs 2025

Menningarráðherra hefur úthlutað úr aðalúthlutun safnasjóðs 2025 Úthlutunarboð Safnaráðs fór fram í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 14. febrúar við hátíðlega athöfn að viðstöddum góðum gestum. Logi Einarsson menningarráðherra ávarpaði gesti og úthlutaði 129 styrkjum, alls 217.159.500 krónum úr safnasjóði. Styrkir til eins árs voru 114 talsins að heildarupphæð 163.259.500 kr. til 47 styrkþega. Öndvegisstyrkir 2025 – …

Lesa meira

Úthlutunarboð Safnaráðs í Þjóðminjasafninu

Úthlutunarboð Safnaráðs verður haldið í Myndasal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 14. febrúar kl.16-17.  Logi Einarsson, menningarráðherra mun úthluta styrkjum úr aðalúthlutun safnasjóðs við hátíðlega athöfn. Úthlutunarboðið er í beinu framhaldi af ársfundi Höfuðsafnanna og Safnaráðs sem hefst fyrr eða kl.14:00-16:00 í Þjóðminjasafni Íslands. Á fundi safnaráðs í desember sl. samþykkti ráðið tillögu um aðalúthlutun úr safnasjóði 2025 …

Lesa meira

Aukaúthlutun úr safnasjóði 2024

Logi Einarsson menningarráðherra hefur nú úthlutað 23.660.000 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2024. Úr aukaúthlutun 2024 var 74 styrkjum úthlutað til 38 viðurkenndra safna, 53 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds og 21 styrkur til stafrænna kynningarmála. Ráðherra úthlutar úr safnasjóði að fenginni umsögn safnaráðs. Listi yfir styrkveitingar úr aukaúthlutun safnasjóðs 2024   Úthlutun úr safnasjóði …

Lesa meira

RáðStefna og málþing um málefni safna

Í nóvember sl. fór fram bæði ráðstefna og málþing sem haldin voru í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Báðir viðburðir fjölluðu um mikilvæg málefni í safnastarfi, þar hélt Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri Safnaráðs erindi fyrir hönd Safnaráðs ásamt fjölda annarra áhugaverðra fyrirlesara. Hægt er að hlýða á upptökur af viðburðunum og finna tengla og dagskrá hér …

Lesa meira

Safnaráð heimsækir söfn á Vesturlandi

Árleg ferð safnaráðs fór fram í nóvember og fjögur söfn voru heimsótt á Vesturlandi. Það voru Byggðasafnið í Görðum á Akranesi, Byggðasafn Borgarfjarðar, Norska húsið – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og Landbúnaðarsafn Íslands.  Auk ráðsmanna voru með forstöðumenn höfuðsafnanna þriggja sem sitja fundi safnaráðs stöðu sinnar vegna ásamt starfsfólki skrifstofu safnaráðs sem voru með í för. …

Lesa meira