Um Safnaráð

Meginhlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Safnasjóður

Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna sem falla undir safnalög. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna og samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis.

Viðurkennd söfn

Safnaráð setur skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf sem söfn verða að uppfylla til að fá viðurkenningu safnaráðs.

Fréttir og tilkynningar

Jólakveðja frá safnaráði

Safnaráð sendir öllum kærar jólakveðjur og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða. Skrifstofa safnaráðs verður lokuð yfir jólin og opnar á ný fimmtudaginn 2. janúar 2025. Með bestu óskum um gjöfult, nýtt safnaár!

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í aukaúthlutun 2024

Safnaráð minnir á, að opið er fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2024. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, mánudaginn 25. nóvember 2024. Í aukaúthlutun safnasjóðs árið 2024 geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar eða til stafrænna kynningarmála. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.  Hér má finna umsóknareyðublað. UPPLÝSINGAR …

Lesa meira

Minnum á að opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2025

Safnaráð minnir á að opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2024  Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 6. nóvember 2024 og sótt er um á umsóknavef safnasjóðs   UMSÓKN um styrk til eins árs úr aðalúthlutun safnasjóðs 2025 Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og …

Lesa meira

Kvistur 2024

Safnablaðið Kvistur er komið út og fagnar um leið 10 ára stórafmæli en fyrsta Kvist blaðið kom út árið 2014. Blaðið er mikilvægur hluti af safnastarfi í landinu og styrkir fagsvið safna en jafnframt veitir það fólki innsýn í marlaga hliðar safnastarfsins. Efnistökin eru líkt og undanfarin ár fjölbreytt og er þar að finna áhugaverðar …

Lesa meira

Farskóli FÍSOS 2024 á Akureyri

Farskóli safnafólks í ár bar yfirskriftina Hvert er erindið? Umbreyting í safnastarfi og fór fram dagana 2.-4. október á Akureyri. Fagráðstefna safnafólks er bæði vettvangur fyrir umræður um það sem ber hæst í safnastarfi, en líka tækifæri til endurmenntunar. Á þessum 36. Farskóla FÍSOS var þétt og fjölbreytt dagskrá í boði. Starfsfólk safna er ávallt að …

Lesa meira