Umsókn um viðurkenningu skal fylla út samkvæmt bestu vitund. Til að geta  sótt um rekstrarstyrk úr safnasjóði þarf safn að vera viðurkennt safn skv. 10. gr. safnalaga nr. 141/2011.

Árlegur skilafrestur umsókna um viðurkenningu er 31. ágúst ár hvert, nema annað verði tekið fram. Berist umsókn eftir þann tíma, er ekki hægt að tryggja að hún verði afgreidd fyrir umsóknarfrest úr næstu úthlutun úr safnasjóði.

Hægt er að hlaða sniðmátinu niður og fylla inn í það. Það skal síðan senda til safnaráðs ásamt öðrum gögnum.

Hér má finna sniðmát fyrir umsókn um viðurkenningu safns

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni: 

  • Staðfesting frá eiganda og/eða stjórn safns um að óskað er eftir viðurkenningu.
  • Afrit af ársreikningi síðasta rekstrarárs.
  • Afrit af gildandi stefnumörkun.
  • Afrit af söfnunarstefnu.
  • Afrit af neyðaráætlunum.
  • Afrit af síðustu úttekt eldvarnareftirlits.
  • Afrit af starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti.
  • Afrit af síðustu úttekt á öryggiskerfum.
  • Afrit af staðfestingu um trygg fjárframlög næstu fimm ára sem tryggja grunnrekstur safnsins.
  • Afrit af rekstraráætlun næstu fimm ára.
  • Yfirlitsskýrsla umsækjanda um viðurkenningu, fyllt út á umsóknavef safnaráðs.

Umsækjendur eru minntir á að vista sniðmátið áður en fyllt er inn í það svo engar upplýsingar glatist.

Tekið er við rafrænum umsóknum í tölvupósti á netfangið safnarad@safnarad.is
Einnig má senda viðbótargögn ef við á í pósti á:

Safnaráð
Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík

Ofantalin gögn þurfa að fylgja umsókn um viðurkenningu, byggir það á reglugerð um viðurkenningu safna nr. 900/2013 og samþykkta safnaráðs á nánari skilgreiningu frá september 2013 auk viðbóta frá safnaráði frá 26.06.2018 og 02.07.2020

Samþykktir frá 26. júní 2018 – viðbót við gögn sem skulu fylgja umsókn:

  1. staðfesting um trygg fjárframlög næstu fimm ára sem tryggja grunnrekstur safnsins sem og rekstraráætlun (byggir á 1.gr. reglugerðar).
  2. staðfesting frá eiganda og/eða stjórn safns um að óskað er eftir viðurkenningu.

Samþykktir frá 2. júlí 2020 – útfærsla á viðurkenningarferli

Ef safn sem sækir um viðurkenningu og uppfyllir öll skilyrði viðurkenningar, þá getur komið til þess

  • að safnaráð sendi aðila úr eftirlitsnefnd safnaráðs, eða annan bæran aðila, til að taka út aðstöðu þess safns sem sækir um viðurkenningu. Heimsóknin myndi líta til sömu atriða og fram koma í eftirlitsskýrslum og matsskýrslum 2. hluta eftirlits safnaráðs með viðurkenndum söfnum.
  • að safnaráð kalli til sérfræðing til að meta önnur gögn, sem reksturinn grundvallast á, s.s. teikningar húsnæðis, úttektir, aðgengi, leyfi eða til að taka út húsnæðið sjálft ef þörf krefur.

Athugið:

  • Safnaráð áskilur sér rétt til að endurskoða þennan lista og útfæra hann í takti við þær breytingar sem kunna að verða á faglegum mælikvörðum, lögum og reglugerðum.
  • Safnaráð mun í mati sínu á umsóknum um viðurkenningar taka tillit til sérstakra aðstæðna sem kunna að vera til staðar séu þær rökstuddar með fullnægjandi hætti og áætlun um úrbætur sett fram.
  • Í þeim tilvikum sem höfuðsafn á viðkomandi sviði hefur ekki gefið út viðmið eða leiðbeiningar skulu söfn fara eftir leiðbeiningum frá öðrum höfuðsöfnum, eftir því sem við á

Safnaráð gerir tillögur um viðurkenningu safna og sendir til menningarmálaráðherra sem veitir formlega viðurkenningu.