15.desember 2015 kl: 12-14
í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands
Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Haraldur Þór Egilsson, Guðbrandur Benediktsson, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Halldór Björn Runólfsson, Hilmar J. Malmquist og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Forföll: Sigríður Björk Jónsdóttir.
Samþykkt og undirritun fundargerðar 145. fundar safnaráðs
Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi
- Ráðning nýs framkvæmdastjóra safnaráðs, Þóru Bjarkar Ólafsdóttur
- Staða safnasjóðs kynnt fyrir safnaráði
- Verkefnastyrkir frá 13 umsóknaraðilum í safnasjóð árið 2015 eru ósóttir, verða þeir hvattir til að sækja styrkinn fyrir áramót
- Staða umsókna í safnasjóð 2016 var kynnt; alls hafa tæplega 40 rekstrarstyrksumsóknir borist og rúmlega 150 verkefnastyrksumsóknir
- Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytis um viðurkenningu á Listasafni Akureyrar kynnt fyrir ráðinu
- Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytis um synjun til Breiðdalsseturs á viðurkenningu kynnt fyrir ráðinu
- Árleg skýrsla safna; staða á verkefni kynnt fyrir ráðinu
- Eftirlitshlutverk safnaráðs; kynnt var fyrir ráðinu að þörf væri á frestun á vinnslu verkefnis til ársins 2016
Mál til ákvörðunar
1. Ráðið fjallaði um upphæð rekstrarstyrkja árið 2016. Guðbrandur Benediktsson og Haraldur Þór Egilsson lýstu yfir vanhæfi sínu í þessari ákvörðun og gengu af fundi á meðan tillagan var rædd. Lagt var til að upphæð rekstrarstyrks fyrir árið 2016 verði 800.000 kr. Tillagan var samþykkt.
2. Beiðni á frestun á nýtingu styrks frá Heiðari Kára Rannverssyni samþykkt
3. Beiðni á frestun á nýtingu styrks frá Sarpi samþykkt
4. Beiðni á frestun á nýtingu styrks frá Hvalasafninu á Húsavík samþykkt
5. Skýrsla um söfn og ferðaþjónustu var unnin af Rannsóknasetri í safnafræðum var móttekin og verður hún birt á vef safnaráðs á næstunni. Í kjölfar skýrslunnar er áætlað að halda málþing á vordögum 2016
6. Frá Rekstrarfélagi Sarps: Beiðni um aðgang að upplýsingum um ársfjöldaverk safna sem er notað sem grunnákvörðun við ákvörðun gjaldskrár gagnasafnsins Sarps. Safnaráð mun óska eftir áliti mennta- og menningarmálaráðuneytis á beiðni Sarps
Önnur mál: Fleira ekki rætt og fundi slitið 14:10/ÞBÓ