26. ágúst 2015 kl:12-14
í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands
Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, Guðbrandur Benediktsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Hilmar J. Malmquist, Halldór Björn Runólfsson og Ágústa Kristófersdóttir framkvst. Forföll: Margrét Hallgrímsdóttir.
Samþykkt og undirritun fundargerðar 143. fundar safnaráðs
Mál til kynningar
1. Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.
2. Starfslok framkvæmdastjóra safnaráðs kynnt, en Ágústa Kristófersdóttir sagði upp starfi sínu þann 7. ágúst s.l. með bréfi til formanns safnaráðs og tengiliðar í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hún mun ljúka störfum þann 30. september 2015.
3. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur umsjón með ráðningu nýs framkvæmdastjóra og hefur auglýsing um starfið verið birt á starfatorgi og í fjölmiðlum. Formaður safnaráðs sér um samskipti við ráðuneytið vegna ráðningarinnar. Samþykkt var heimild til formanns safnaráðs að ráða tímabundinn starfsmann á skrifstofu ráðsins verði töf á ráðningu nýs framkvæmdastjóra.
4. Staðsetning skrifstofu safnaráðs var rædd og samþykkt að veita formanni safnaráðs heimild til að kanna möguleika á flutningi á aðsetri skrifstofu ráðsins.
5. Stefnumótun safnaráðs kynnt og samþykkt að senda hana höfuðsöfnunum til yfirlestrar. Athugasemdum verði skilað fyrir 15. september og ný drög send ráðsmönnum til skoðunar og athugasemda sem skilað verði í síðasta lagi 22. september.
6. Staða rannsóknar á samspili safna og ferðaþjónustu kynnt. Áætlað er að úrvinnslu verði lokið 1. nóvember.
7. Umsóknir um viðurkenningu safna árið 2015 voru kynntar, umsóknarfrestur rennur út þann 31. ágúst og verða umsóknir teknar til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins þann 29. september 2015.
8. Nýtt form á árlegum skilum safna á rekstarupplýsingum var kynnt. Söfn skila nú í gegnum QuestionPro viðmótskerfið og mun það einfalda bæði innslátt og gagnaúrvinnslu.
Mál til ákvörðunar
1. Tillaga: Lagt er til að höfuðsöfnin þrjú fylli út skýrslu um rekstur sinn með sama hætti og viðurkennd söfn gera og skili til safnaráðs til að þær upplýsingar sem aflað er nái yfir öll söfn sem starfa samkvæmt safnalögum. Tillagan var samþykkt og verður beiðni send höfuðsöfnunum.
2. Texti auglýsingar vegna umsókna í safnasjóð árið 2016 samþykktur. Samþykkt að lögð verði sérstök áhersla á verkefnastyrki á árinu 2016 á kostnað rekstrarstyrkja.
3. Tillaga um framkvæmd eftirlits með viðurkenndum söfnum samþykkt. Átta söfn verða heimsótt í nóvember og desember 2015 og verður þeim tilkynnt um fyrirhugaða heimsókn með amk tveggja mánaða fyrirvara. Eyðublað sem notað verður við eftirlitið verður birt á heimasíðu safnaráðs í síðasta lagi 1. október.
Önnur mál: Framkvæmdastjóri upplýsti ráðið um að 25. ágúst bárust frá mmrn. athugasemdir við drög að nýjum úthlutunarreglum safnasjóðs. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
Næsti fundur safnaráðs verður 29. september Fleira ekki rætt og fundi slitið 14:00/ÁK