Þriðji hluti eftirlitsins hófst árið 2020, með eftirfylgni og símati á þeim styrkjum sem fengust til skráningar úr safnasjóði 2020. Því er framfylgt með úttekt sérfræðinga á skráningargögnum og á staðnum eftir þörfum.
- Til að skráningarumsóknir uppfylli kröfur eftirlitsins þurfa eftirfarandi atriði að koma fram í umsókn:
- Upplýsingar um að skráningaraðili hafi kunnáttu á skráningu.
Sem dæmi: ef skráð er í Sarp, þá þarf sá að hafa setið vinnustofu/námskeið í kerfinu eða hafa reynslu. Helst þarf að taka fram hver mun sjá um skráninguna. Alltaf þarf skráningaraðili að skrá sig inn í skráningarkerfi á sínum eigin aðgangi. - Hvaða safnkost skal skrá og hvernig því verður háttað.
- Hver er staða skráningar.
Sem dæmi: grunnskráning, lokaskráning eða annað. Einnig skal taka fram hvort skráningin sé nýskráning gripa, endurskráning gripa eða yfirfærsla á milli kerfa. - Verða ljósmyndir teknar og fylgja skráningu.
- Verður skráning birt á ytri vef eða ekki, sem dæmi á sarpur.is
- Upplýsingar um að skráningaraðili hafi kunnáttu á skráningu.
- Ef styrkur fæst:
- Með umsókn í safnasjóð vegna skráninga í Sarp, skuldbindur umsækjandi sig til að fylgja reglum sem gilda um skráningu í Sarp og setja sig í samband við viðeigandi þjónustuaðila áður en verkefnavinnan hefst.
- Ef styrkur fæst, fá styrkþegar sendar nánari upplýsingar um þau skilyrði sem skráningarstyrkir þurfa að uppfylla til að standast eftirlit safnaráðs með skráningu.
Styrkþegar skulu fylla út Gátlista og samkomulag fyrir styrktarverkefna úr safnasjóði fyrir skráningu í Sarpi.
Eftirlit með annarri skráningu gripa og aðgangi að safnkosti er í þróun
Þá er átt m.a. við skráningu sem þegar hefur verið gerð og skráningu sem er ekki unnin með styrk úr safnasjóði. Þegar sá hluti fer af stað er áætlað að ferlið verði á þennan hátt:
Þriðja hluta eftirlitsins er framfylgt með úttekt sérfræðinga á skráningargögnum og á staðnum eftir þörfum.
- Gögn sem safn þarf að skila:
- Aðgengi að skráningarkerfi safnsins
- Tölulegar upplýsingar um stöðu skráningar
- Þau atriði sem skoðuð verða sérstaklega við eftirlit eru þessi:
- Staða skráningar
- Gæði skráningar
- Önnur atriði sem geta verið skoðuð:
- Aðgengi að safnkosti
- Á staðnum
- Stafrænt
- Miðlun til gesta
- Aðgengi að safnkosti