Í nóvember 2022 kom út handbók um „Fyrirbyggjandi forvarsla textílverka“ eftir Þórdísi Önnu Baldursdóttur forvörð, en verkefnið fékk styrk úr aðalúthlutun safnasjóðs 2020.
Í inngangi handbókarinnar segir að í henni er fjallað um skráningu, eftirlit með ástandi, veikleika í efnum og tækni, meðhöndlun, pökkun og frágang, frystingu, hreinsun, uppsetningu, umhverfi og meðferð textíla í neyðarástandi. Tekin eru dæmi um pökkun og
uppsetningu textílverka, þar sem taka þurfti tillit til aðstæðna í safngeymslu og sýningarrými.