Föstudaginn 9. maí 2025 kl. 10.00 – 12.00
Fundarstaður: Austurstræti 5, 4.hæð og á Teams

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Guðrún Dröfn Whitehead og Hlynur Hallsson.
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður og Jóhanna Erla Pálmadóttir komust ekki.

Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Ragnhildur Guðmundsdóttir, fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands: Harpa Þórsdóttir.

Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri (á Teams) og Klara Þórhallsdóttir, báðar rita fundargerð.

1. Mál til kynningar

1.1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. M.a. sýnd uppfærð vefsíða og sagt frá næstu heimsóknum vegna eftirlits

1.2. Kynning á eftirlitsgögnum og eyðublöðum. Klara Þórhallsdóttir kynnti fyrir nýju ráði þau gögn og eyðublöð sem fylgja eftirliti með viðurkenndum söfnum, m.a. eyðublöð safna, matsskýrslur frá forvörðum, heimsókn og heimsóknarskýrsla og hvað gerist eftir heimsóknina.

1.3. – liður féll niður

1.4. – liður féll niður

1.5. Rætt var um lofað aukaframlag safnasjóðs

1.6. Umræða um skipun fulltrúa Safnaráðs í Minjaráð Reykjavíkur og nágrennis.

2. Mál til ákvörðunar

– Engin mál til ákvörðunar

3. Önnur mál

  • Ferðir starfsmanna Safnaráðs, til Japan annars vegar og Lettlands hins vegar
  • Tímasetning næsta safnaráðsfundar

Fundi slitið kl. 12.00/ÞBÓ og KÞ