Í nóvember 2022 kom út handbók um „Fyrirbyggjandi forvarsla textílverka“ eftir Þórdísi Önnu Baldursdóttur forvörð, en verkefnið fékk styrk úr aðalúthlutun safnasjóðs 2020.

Handbókin fjallar m.a. um skráningu, eftirlit með ástandi, veikleika í efnum og tækni, meðhöndlun, pökkun og frágang, frystingu, hreinsun, uppsetningu, umhverfi og meðferð textíla í neyðarástandi. Tekin eru dæmi um pökkun og uppsetningu textílverka, þar sem taka þurfti tillit til aðstæðna í safngeymslu og sýningarrými.