Fimmtudagur 23. október 2025 kl. 14.00-16.00 
Fundarstaður: Austurstræti 5, 4.hæð 

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Guðrún Dröfn Whitehead, Hlynur Hallsson, Jóhanna Erla Pálmadóttir og Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður sem tók þátt á Teams. 

Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Ragnhildur Guðmundsdóttir, fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands: Harpa Þórsdóttir. 

Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri, sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir. 

1. Mál til kynningar

1.1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. M.a. var rætt um skil á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna; sagt var frá fundi eftirlitshóps Safnaráðs; sagt var frá stöðu mælaborðs vegna tölfræði um safnastarf; sagt frá fundi með Háskólanum á Bifröst og Rannsóknasetri skapandi greina. Einnig var rætt um stöðu tveggja viðurkenndra safna í ríkiseigu sem munu sameinast öðrum ríkisstofnunum. 

1.2. Farskóli safnafólks 2025 var haldinn á Selfossi 1.-3. október síðastliðinn og voru um 160 þátttakendur að þessu sinni. Safnaráð stóð fyrir tveimur viðburðum á Farskóla að þessu sinni. Þóra Björk hélt fyrirlestur á miðvikudeginum fyrir alla þátttakendur um tölfræði og þróun í gestafjölda safna 2016-2024 sem er afrakstur af rannsókn á gögnum ráðsins sömu og þeim sem verða birt í mælaborði á vef ráðsins auk þess sem helstu niðurstöður í fyrirlestrinum verða birt sem frétt á vef ráðsins. Á fimmtudeginum hélt Safnaráð í samstarfi við Námsbraut í safnafræðum og FÍSOS. Mikill áhugi var á málstofunni en það var met þátttaka eða hátt í 60 manns sem skráðu sig. Vinnustofan var hugsuð sem einskonar hugarflugsfundur þar sem umsjónarmenn virkjuðu umræður og hópavinnu sem var í formi hraðstefnumóta og hópavinnu. Þátttakendum var því næst skipt upp í hópa þar sem þeir fengu að ræða sín á milli og kafa aðeins dýpra. 

1.3. Til að fylgja eftir stöðu á Aðgerðaráætlun Stefnumörkunar, er Safnaráð búinn að gera n.k. tékklista sem Safnaráð og höfuðsöfnin munu fylla út í sameiningu. Áætlað er að tékklistinn verði birtur á fyrri hluta næsta árs, svo sé tilbúinn fyrir endurskoðun á seinni hluta ársins. 

1.4. Safnaráð hefur verið í viðræðum við Stafrænt Ísland og menningarráðuneytið um að nýta þau umsóknakerfi sem Stafrænt Ísland rekur fyrir ríkisaðila. Ekki gekk að klára verkefnið fyrir þau umsóknarferli sem eru að fara í gang núna, en vonir standa til að geta byrjað að nota kerfið fyrir skýrslur og umsóknir á næsta ári, svo framarlega sem lausnir finnast á ákveðnum ambögum.  

1.5. Opið er fyrir umsóknir bæði í aukaúthlutun 2025 sem og aðalúthlutun 2026. Kynningafundur var haldinn á Teams miðvikudaginn 22/10 fyrir safnstjóra, starfsfólk safna og aðra hagaðila. Umsóknarfrestur vegna aukaúthlutunar í Safnasjóð 2025 er til kl. 16.00, fimmtudaginn 13. nóvember 2025 og vegna aðalúthlutunar Safnasjóðs 2026 er kl. 16.00, fimmtudaginn 20. nóvember 2025. 

1.6. Rætt var um eigendastefnu safna og hvað ætti að vera í því skjali en í Stefnumörkun segir að „Höfuðatriði er að skerpa ábyrgð eigenda safna. Þeir skulu setja sér eigendastefnu sem leitast við að skýra hlutverk og ábyrgð þeirra. Eigendastefnan þarf að endurspegla hvernig styðja má við starfsemi safnsins og tryggja rekstrargrundvöll þess með sem bestum hætti“. Framkvæmdastjóra er falið að gera lista yfir þau atriði sem eigendastefna á að innihalda.  

2. Mál til ákvörðunar

  • Engin mál til ákvörðunar

3. Önnur mál

  • Þjóðminjasafn Íslands lagði fram grisjunarráætlun frá Borgarsögusafni Reykjavíkur til umsagnar ráðsins. Engar athugasemdir voru og því samþykkt 
  • Harpa Þórsdóttir sagði frá því að hún boðaði safnstjóra viðurkenndra safna á vef-fund til að styrkja samtalið á milli safnanna og til að styðja vinnu við sameiginleg verkefni og þetta fundarform er líklega komið til að vera. 
  • Rædd var staða safna sem reiða sig á ferðamenn af skemmtiferðaskipum og vænt tekjutap vegna gistináttagjalds, en á fundi Hörpu og safnanna viðruðu safnstjórar áhyggjur yfir áhrifum þess á tekjur safnanna. 
  • Tímasetning næsta safnaráðsfundar 

Fundi slitið kl. 16.00/ÞBÓ