Miðvikudaginn 25. júní 2025 kl. 11.30-13.00
Fundarstaður: Austurstræti 5, 4.hæð
Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Guðrún Dröfn Whitehead, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Jóhanna Erla Pálmadóttir og Hlynur Hallsson.
Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Ragnhildur Guðmundsdóttir, fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands: Harpa Þórsdóttir.
Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri, sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. M.a. sagt frá að Safnaráð verður með tvo viðburði á komandi Farskóla í október.
- Staðfest hefur verið bréflega frá menningarráðuneytinu að Safnasjóður fái 15 milljóna lofað aukaframlag og mun það berast til okkar í haust. Sjóðurinn fékk óvenjuháan niðurskurð milli áranna 2024 og 2025 og mun þetta framlag koma til móts við hann.
- Fyrsti samráðsfundur Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og fagfélaga í safnastarfi, eins og tilgreindur er í 7. gr. safnalaga nr. 141/2011, var haldinn miðvikudaginn 25. júní 2025 kl. 10.00-11.15 í húsakynnum Safnaráðs í Austurstræti 5, 4.hæð.
Ráðherra, ráðuneytisstjóri, skrifstofustjóri menningar og skapandi greina og 2 sérfræðingar frá ráðuneytinu mættu f.h. ráðuneytis en f.h. Safnaráðs og höfuðsafna sitja fundinn ráðsmenn í Safnaráði ásamt forstöðumönnum höfuðsafnanna og fulltrúar starfsfólks þeirra; Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands.
Formenn eða forstöðumenn eftirtalinna aðila fengu boð á fundinn; FÍSOS, Félag íslenskra safna og safnafólks, Íslandsdeild ICOM, Félag fornleifafræðinga, Sagnfræðingafélag Íslands, Félag þjóðfræðinga á Íslandi, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Listfræðafélag Íslands , Félag íslenskra safnafræðinga , NKF-Ísland – Félag norrænna forvarða á Íslandi, Námsbraut í safnafræði við Háskóla Íslands og SÍM – Samband íslenskra myndlistarmanna.
Umræður voru góðar og verður fundargerð birt á vef ráðsins þegar hún er samþykkt. - Starfsmenn Safnaráðs fóru í sitthvora ferðina erlendis, Þóra til Japan með Íslandsstofu og Klara á fund í Lettlandi vegna viðbragðsáætlanaverkefnisins.
Japansferðin var frá 26.maí-4. Júní og var skipulögð af Íslandsstofu í tilefnis bæði World Expo sem er haldin í Osaka og Taste Of Iceland-hátíðar sem var haldin í Tokyo. Frú Halla Tómasdóttir var heiðursgestur auk borgarstjóra, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Sóttir voru ýmsir viðburðir, hvað hæst má nefna þjóðardag Íslands á World Expo í Osaka, blaðamannamóttakur með forseta Íslands sem heiðursgest og svo fjölbreytt menningardagskrá í Tokyo, m.a. myndlistarsýningu sem Myndlistarmiðstöð heldur utan um, tónlistarviðburði og bókmenntaviðburði.
Klara mun segja frá sinni ferð á næsta safnaráðsfundi. - Rædd var afhending tölfræðigagna sem Safnaráð safnar frá viðurkenndum söfnum vegna rannsókna meistaranema
- Rædd voru upplýsingatæknimál ráðsins, en bæði er verið að skoða yfirfærsla eldra skjalakerfis inn í Sharepoint og svo nýtt umsóknarkerfi í Safnasjóð
- Árlegt málþing Safnaráðs, ICOM á Íslandi og FÍSOS var haldið 21. maí síðastliðinn í Þjóðminjasafninu, en þar var meðal annars fjallað um söfn í samhengi við hið samfélagslega rof, framtíðarhorfur þeirra og möguleika á að hafa áhrif. Hvaða merkingu hafa söfn þegar samfélagið er klofið og pólarísering/skautun eykst? Hvaða ábyrgð bera menningarstofnanir gagnvart almenningi sem tengslamyndandi þekkingarmiðstöðvar og samfélagskjarnar? Hvernig mótast söfn af umhverfi sínu, auk utanaðkomandi þrýstings og krafna um afstöðuleysi?
Dagskrá málþingsins var eftirfarandi, upptöku má finna á vef ráðsins.
13:00-13:05 – Hlynur Hallsson, fundarstjóri – Setning málþings
13:05-13:20 – Hólmar Hólm, formaður Íslandsdeildar ICOM – Ávarp: „Að takast á við rofið“
13:20-13:45 – Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði við Háskóla Íslands – „Safnið sem átakavettvangur“
13:45-14:10 – Dr. Guðrún Dröfn Whitehead, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands – „Eru íslensk söfn hrædd við víkinga? Víkingar sem menningararfur eða söluvarningur ferðaþjónustunnar“
14:10-14:30 – Kaffihlé
14:30-14:55 – David Anderson, prófessor við Cardiff University – „Frá ráðstefnu American Alliance of Museums“
14:55-15:20 – Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna ’78 – „Menningarstríð og minnihlutahópar“
15:20-16:15 – Pallborðsumræður
16:15-17:00 – Málþingi slitið og boðið upp á léttar veitingar
2. Mál til ákvörðunar
- Samþykkt var skipun Safnaráðs í Minjaráð Reykjavíkur og nágrennis
Skipan f. h. Safnaráðs:
Guðný Dóra Gestsdóttir, safnstjóri Gljúfrasteins – aðalmaður
Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns – varamaður
3. Önnur mál
- Tímasetning næsta safnaráðsfundar
- Hentugar dagsetningar haustferðar
Fundi slitið kl. 13.00/ÞBÓ