Miðvikudaginn 9. apríl 2025 kl. 15.00-17.00
Fundarstaður: Austurstræti 5, 4.hæð og á Teams

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Guðrún Dröfn Whitehead, Hlynur Hallsson og Jóhanna Erla Pálmadóttir (á Teams)

Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Hilmar Malmquist, fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands: Harpa Þórsdóttir.

Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.

1.    Mál til kynningar

1.1 Nýtt Safnaráð boðið velkomið til starfa sem er skipað frá 1. febrúar 2025 – 31. janúar 2029. Tveir ráðsmenn eru nýir að þessu sinni og við bjóðum þau sérstaklega velkomin.

Safnaráð er svo skipað:

Aðalfulltrúar

  • Vilhjálmur Bjarnason, formaður, skipaður án tilnefningar
  • Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, skipuð án tilnefningar
  • Guðrún Dröfn Whitehead, tilnefnd af Íslandsdeild ICOM, alþjóðaráðs safna
  • Hlynur Hallsson, tilnefndur af Félagi íslenskra safna og safnmanna
  • Jóhanna Erla Pálmadóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

    Varafulltrúar

    • Valborg Snævarr, skipuð án tilnefningar
    • Svanhvít Friðriksdóttir, skipuð án tilnefningar
    • Hólmar Hólm, tilnefndur af Íslandsdeild ICOM, alþjóðaráðs safna
    • Þóra Sigurbjörnsdóttir, tilnefnd af Félagi íslenskra safna og safnmanna
    • Tilkynnt verður um tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga síðar

    Forstöðumenn höfuðsafna sitja einnig fundi safnaráðs stöðu sinnar vegna

    • Ingibjörg Jóhannsdóttir, Listasafn Íslands
    • Hilmar Malmquist, Náttúruminjasafn Íslands
    • Harpa Þórsdóttir, Þjóðminjasafn Íslands

    1.2 Verkefni ráðsins kynnt fyrir nýju Safnaráði, verkefnaáætlun og Upplýsingamöppu var dreift.

    1.3 Eftirlit og viðbragðsáætlun kynnt fyrir nýju Safnaráði

    1.4. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi

    1.5. Ársreikningur Safnasjóðs 2024 kynntur. Eldri ársreikninga má finna hér á vef ríkisins: https://arsreikningar.rikisreikningur.is/Stofnun

    1.6. Rætt um væntanlegt sameiginlegt málþing Safnaráðs, ICOM á Íslandi og FÍSOS, Félags íslenskra safna og safnafólks sem er haldið í tilefni alþjóðlega safnadagsins 18. maí 2025. Verður það haldið miðvikudaginn 21. maí og er inntak þess þær væringar sem eru í safnastarfi í heiminum með breyttri heimssýn og auknum pólitískum afskiptum.

    1.7. Bréf FÍSOS og Íslandsdeildar ICOM til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis kynnt fyrir fundinum. Bréfið var sent í kjölfar frétta af tillögum hagræðingarhóps um safnamál.

    2. Mál til ákvörðunar

    2.1. Staðfesting vegna stofnstyrks. Tækniminjasafn Austurlands er að sækja um stofnstyrk menningarráðuneytis eins og fram kemur í 11 gr. safnalaga 141/2011. Sótt er um styrkinn vegna nýs sýningarhúsnæðis sem rísa skal á Lónsleiru á Seyðisfirði. Í 11.gr. segir: „Heimilt er að veita viðurkenndu safni styrk úr ríkissjóði til að mæta stofnkostnaði. Til að styrkur komi til álita skal fylgja skilmálum er safnaráð setur um húsnæði safna. Þeir skilmálar skulu m.a. kveða á um öryggi og varðveislu safngripa.“ Safnaráð staðfesti á fundinum að umsókn Tækniminjasafnsins um stofnstyrk fylgi skilmálum Safnaráðs um húsnæði safna miðað við fyrirliggjandi send gögn.

    2.2. Eftirlit – Heimsóknarskýrsla forvarðar í eftirlitshópi Safnaráðs vegna Byggðasafnsins á Garðskaga samþykkt og verður send safninu og eigenda þess.

    3. Önnur mál

    • Tímasetning næsta safnaráðsfundar
    • Árleg ferð Safnaráðs, mögulegar tímasetningar
    • Útlit Safnaráðs-vefs í nútímalegri búning, sýndar hugmyndir vefhönnuðar

    Fundi slitið kl. 17.00/ÞBÓ