Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi hvers árs, geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar og styrk til stafrænna kynningarmála.
Tilgangur með styrkjum úr aukaúthlutun er að styrkja faglegt starf safnanna. Til símenntunar eru tveir styrkflokkar í boði, Símenntunarstyrkur fyrir starfsmenn safns og Námskeið/fyrirlesarar. Einnig er í boði styrkur til stafrænna kynningarmála
Auglýst er eftir umsóknum á síðasta ársfjórðungi hvers árs og áformað er að úthlutun úr sjóðnum verði í desember sama ár. Nýta verður styrkinn fyrir lok desember næsta árs.
Eftirtaldir styrkflokkar eru í boði:
a) Styrkur til stafrænna kynningarmála
- Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sent inn eina umsókn um styrki í flokk a) Styrkur til stafrænna kynningarmála og hlotið mest einn styrk.
- Tilgangur með þessum styrkjum er að efla stafræna kynningu safnanna, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða á eigin heimasíðum.
- Lögð er áhersla á að styrkurinn efli safnið sem viðkomustað fyrir gesti eða kynni starfsemi safnsins.
- Hægt er að sækja um styrki t.d. til að gera efni til birtingar (e. content), til að kosta birtingu, til að fá utanaðkomandi þjónustu til að efla kynningu á samfélagsmiðlum eða heimasíðum eða til kynningar á starfsemi safnsins svo fátt eitt sé nefnt
- Hver styrkur og umsókn er að hámarki 300.000 krónur.
b) Símenntun fyrir starfsmenn safns
- Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sent inn eina umsókn um styrki í flokk b) Símenntun fyrir starfsmenn safns og hlotið mest einn styrk.
- Símenntunarstyrk fyrir starfsmenn safns má nota t.d. til að sækja námskeið eða ráðstefnur hérlendis eða erlendis.
- Hver styrkur og umsókn er að hámarki 300.000 krónur.
c) Vistaskipti milli safna
- Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sent inn eina umsókn um styrki í flokk c) Vistaskipti milli safna og hlotið mest einn styrk.
- Vistaskipti milli safna er ætlaður til jafningjafræðslu starfsmanna safna og skal nýtast í ferða- og uppihaldsstyrk.
- Taka skal fram hvaða safn verði heimsótt og hvað skal fræðast um.
- Hver styrkur og umsókn er að hámarki 300.000 krónur.
d) Námskeið/fyrirlesarar – Söfn sækja ein um
- Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sent inn eina umsókn um styrk í flokk d) Námskeið/fyrirlesarar og hlotið mest einn styrk.
- Hvert safn getur að hámarki hlotið einn styrk í þessum flokki.
- Þessi flokkur styrks er ætlaður sem styrkveiting til safnsins til að halda námskeið/málþing/ráðstefnur eða fá til sín fyrirlestra innanlands sem gæti nýst safninu sem heild sem og stærri hóp safnamanna.
- Hver styrkur og umsókn er að hámarki 300.000 krónur.
e) Námskeið/fyrirlesarar – Samstarfsverkefni viðurkenndra safna
- Viðurkennd söfn geta sótt um í samstarfi um styrk í flokk e) Námskeið/fyrirlesarar – samstarfsverkefni. Er samstarfið þá á milli a.m.k. tveggja viðurkenndra safna, einnig geta fleiri aðilar verið þátttakendur í þessum styrkumsóknum.
- Þessi flokkur styrks er ætlaður sem styrkveiting til safnsins til að halda námskeið/málþing/ráðstefnur eða fá til sín fyrirlestra innanlands sem gæti nýst safninu sem heild sem og stærri hóp safnamanna.
- Hvert safn getur verið aðili að fleiri en einni umsókn.
- Ef söfn sækja um í samstarfi, getur hver styrkur og umsókn verið að hámarki 600.000 krónur.
ATHUGIÐ:
- Sótt er um alla styrki í gegnum umsóknavef safnaráðs, umsóknir í vinnslu og sendar umsóknir má finna á Mínum síðum.
- Ekki er sjálfkrafa gerð tillaga um styrk til allra umsækjenda sem eru styrkhæfir, heldur munu upphæðir og fjöldi styrkja ráðast af ráðstöfunarfé sjóðsins og fjölda og gæðum umsókna.
- Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur eru ekki teknar til greina.
- Safnaráð fer yfir allar umsóknir í safnasjóð og metur þær með faglegum hætti með hliðsjón af safnalögum nr. 141/2011, úthlutunarreglum safnasjóðs nr. 551/2016 og verklagsreglum safnaráðs.